„Guðrún Elísabet Welding“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Guðrún Elísabet Welding. '''Guðrún Elísabet Welding''' úr Reykjavík, húsfreyja fæddist 25. apríl 1928 og lést 19. mars 2006.<br...) |
m (Verndaði „Guðrún Elísabet Welding“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 15. desember 2021 kl. 16:36
Guðrún Elísabet Welding úr Reykjavík, húsfreyja fæddist 25. apríl 1928 og lést 19. mars 2006.
Foreldrar hennar voru Friðrik Pétur Níelsson Welding skósmiður, f. 20. júní 1879, d. 21. maí 1955, og síðari kona hans Þórunn Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1881, 20. október 1935.
Guðrún var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hennar lést er Guðrún var á áttunda árinu. Hún fór í fóstur tíu ára að Minni-Bæ í Grímsnesi og var þar til 18 ára aldurs.
Guðrún lærði í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni, en eftir það flutti hún til Reykjavíkur.
Hún flutti til Eyja með Ingólfi 1948.
Þau Ingólfur giftu sig 1949, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Eiríkshúsi við Urðaveg 41 og á Urðavegi 39.
Ingólfur lést 1970.
Guðrún bjó á Urðagötu 39 til Goss, flutti þá til Grindavíkur, en flutti til Noregs 1974.
Þau Johan Dyrnes giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Hann lést 2001.
Guðrún flutti aftur til Eyja., bjó síðast við Eyjahraun 5. Hún lést 2006.
I. Maður Guðrúnar, (16. júlí 1949), var Ingólfur Eiríksson sjómaður, stýrimaður, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 24. desember 1925, d. 5. desember 1970.
Börn þeirra:
1. Svana Þórunn Ingólfsdóttir, f. 29. nóvember 1950 á Urðavegi 41. Maður hennar Kristján Sigmundsson.
2. Erna Ingólfsdóttir, f. 24. október 1952 á Sj. Maður hennar Árni Gunnar Gunnarsson.
3. Rósanna Ingólfsdóttir, f. 26. febrúar 1956 á Sj. Maður hennar Per Lenander
4. Reynir Friðrik Ingólfsson, f. 31. janúar 1961 að Urðavegi 39. Fyrrum kona hans Sölvi Fjelletnes.
II. Síðari maður Guðrúnar var Johan Dyrnes í Noregi, f. 16. apríl 1929, d. 3. janúar 2001.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 1. apríl 2006. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.