„Björg Sigrún Baldvinsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Valmundur og Björg. '''Björg Sigrún Baldvinsdóttir''' húsfreyja, ræstingastjóri fæddist 25. júlí 1962.<br> Foreldrar hennar Ba...)
 
m (Verndaði „Björg Sigrún Baldvinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 17. maí 2021 kl. 11:09

Valmundur og Björg.

Björg Sigrún Baldvinsdóttir húsfreyja, ræstingastjóri fæddist 25. júlí 1962.
Foreldrar hennar Baldvin Erlendsson bílstjóri í Reykjavík, f. 27. nóvember 1938, og kona hans, (skildu), Guðrún Halldóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1940, d. 15. janúar 2012.

Björg hefur verið ræstingastjóri Verslunarskóla Íslands.
Þau Valmundur eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Siglufirði, fluttust til Eyja 1989, bjuggu á Búhamri 62.
Þau fluttu til Reykjavíkur, búa í Þverholti 19.

I. Maður Bjargar Sigrúnar er Valmundur Valmundsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, verkalýðsleiðtogi, f. 10. maí 1961 á Siglufirði.
Börn þeirra:
1. Anna Brynja Valmundsdóttir sérfræðingur á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, f. 3. október 1983.. Maður hennar Davíð Örn Guðmundsson.
2. Valur Már Valmundsson sjómaður, matsveinn, f. 2. október 1987. Kona hans Linda Óskarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.