„Þuríður Bárðardóttir (Kirkjuhvammi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þuríður Bárðardóttir''' frá Þykkvabæjarklaustri, vinnukona, húsfreyja fæddist 25. nóvember 1913 á Ljótarstöðum í Skaftártungu í V. Skaft. og lést 20. júní 1...)
 
m (Verndaði „Þuríður Bárðardóttir (Kirkjuhvammi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 23. apríl 2021 kl. 10:38

Þuríður Bárðardóttir frá Þykkvabæjarklaustri, vinnukona, húsfreyja fæddist 25. nóvember 1913 á Ljótarstöðum í Skaftártungu í V. Skaft. og lést 20. júní 1988.
Foreldrar hennar voru Bárður Gestsson vinnumaður, f. 17. október 1878 á Ljótarstöðum, d. 21. október 1917, og kona hans Þuríður Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1888 á Hellum í Mýrdal, d. 18. apríl 1965.
Stjúpfaðir Þuríðar var Brynjólfur Pétur Oddsson bóndi, f. 15. febrúar 1898 á Þykkvabæjarklaustri, d. 30. apríl 1987.

Systir Þuríðar í Eyjum var Þórhildur Bárðardóttir húsfreyja, f. 8. júní 1916, d. 6. júlí 1988. Maður hennar var Símon Bárðarson.

Þuríður var með foreldrum sínum á Ljótarstöðum til 1917, en þá lést faðir hennar. Hún var með móður sinni þar til 1919, og með henni í Holti í Álftaveri 1919-1920, með henni og Brynjólfi stjúpföður sínum á Þykkvabæjarklaustri 1920-1941, er hún flutti til Eyja.
Hún var vinnukona í Kirkjuhvammi við Kirkjuveg 43 hjá Lárusi Ársælssyni og bjó þar.
Þau Stefán fluttu til Reykjavíkur, giftu sig 1946, eignuðust ekki börn.
Þuríður lést 1988 og Stefán 2001.

I. Maður Þuríðar, (1946), var Stefán Nikulásson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, þingvörður, f. 6. júlí 1913 í Gíslakoti í Ásahreppi, Rang., d. 7. ágúst 2001.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.