„Elías Björnsson (verkalýðsfrömuður)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Elías Björnsson. '''Elías Björnsson''' frá Hámundarstöðum í Vopnafirði, sjómaður, stýrimaður, verkalýðsfrömuður fæddist...) |
m (Verndaði „Elías Björnsson (verkalýðsfrömuður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. apríl 2021 kl. 18:18
Elías Björnsson frá Hámundarstöðum í Vopnafirði, sjómaður, stýrimaður, verkalýðsfrömuður fæddist þar 5. september 1937 og lést 26. desember 2016.
Foreldrar hans voru Björn Elíesersson frá Stekk í Vopnafirðir, f. 25. ágúst 1915, d. 16. janúar 1970, og kona hans Aðalheiður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1914 á Háreksstöðum á Jökuldalsheiði, d. 14. ágúst 1995.
Elías var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Vopnafjarðarkauptúns fimm ára gamall.
Hann lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1958.
Elías var á vertíð í Sandgerði 16 ára, flutti til Eyja 18 ára og stundaði sjómennsku, var stýrimaður á ýmsum bátum, m.a. Jötni, Gandi, Ófeigi og Ver. Hann fór í land 1978.
Síðustu æviárin rak hann skemmtibátinn Heiðu með tengdasyni sínum.
Hann varð formaður í Sjómannafélaginu Jötni 1975, fór þar í fullt starf 1978 og gegndi forystu í félaginu í 32 ár. Einnig sá hann um rekstur Alþýðuhússins frá 1976.
Hann sat í stjórn Sjómannasambands Íslands frá 1976 til 2006, sambandsstjórn frá 1976 og framkvæmdastjórn frá 1990, kom að öllum samningum sjómanna á þessu tímabili.
Elías tók þátt í stjórnmálum með Alþýðubandalaginu og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja, m.a. í hafnarstjórn og stjórn Herjólfs. Hann var einnig fulltrúi stéttarfélaganna í stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og stjórn verkamannabústaða.
Hann sat í stjórn Austfirðingafélagsins í Vestmannaeyjum og var formaður þess í mörg ár.
Þau Hildur giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hólmi, þá á Hásteinsvegi 50 1964-1971, en síðan á Hrauntúni 28.
Elías lést 2016. Hildur býr á Hrauntúni.
I. Kona Elíasar, (19. september 1959), er Hildur Margrét Magnúsdóttir frá Hólmi, húsfreyja, f. 24. ágúst 1941 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir húsfreyja, íþróttakennari, f. 8. janúar 1958. Maður hennar Björgvin Eyjólfsson.
2. Björn Elíasson kennari, f. 20. janúar 1960. Kona hans Emilía María Hilmarsdóttir.
3. Kolbrún Elíasdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 16. júní 1964. Maður hennar Björn Bjarnason.
4. Magnús Elíasson tölvunarfræðingur, f. 5. mars 1980. Kona hans Harpa Hauksdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 7. janúar 2017. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.