„Unnur Magnúsdóttir (Sólvangi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Unnur Magnúsdóttir. '''Unnur Magnúsdóttir''' frá Sólvangi, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 7. janúar 1913...) |
m (Verndaði „Unnur Magnúsdóttir (Sólvangi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 8. desember 2020 kl. 14:23
Unnur Magnúsdóttir frá Sólvangi, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 7. janúar 1913 á Seyðisfirði og lést 19. september 2002 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson skipstjóri, ritstjóri, skáld, kennari, organisti á Sólvangi, f. 1. september 1875 á Geldingaá í Melasveit í Borgarfirði, d. 6. febrúar 1946, og kona hans Hildur Ólafsdóttir frá Landamótum í Seyðisfirði, húsfreyja, f. 20. júlí 1882, d. 18. maí 1917.
Börn Hildar og Magnúsar:
1. Ólafur Magnússon ritstjóri, læknisfræðinemi, f. 3. maí 1903, d. 4. nóvember 1930. Kona hans var Ágústa Petersen.
2. Jón Magnússon skrifstofumaður, verkstjóri, f. 13. ágúst 1904, d. 17. apríl 1961. Kona hans Sigurlaug Sigurjónsdóttir.
3. Rebekka Magnúsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 20. júlí 1905, d. 29. september 1980, óg.
4. Gísli Magnússon, f. 4. nóvember 1906, d. 8. mars 1908.
5. Kristinn Magnússon skipstjóri, f. 5. maí 1908, d. 5. október 1984. Kona hans Helga Jóhannesdóttir.
6. Sigurður Magnússon bæjarverkstjóri, f. 13. apríl 1909, d. 24. nóvember 2004. Kona hans Jóhanna Magnúsdóttir.
7. Ingólfur Magnússon, f. 31. mars 1910, d. 9. janúar 1911.
8. Unnur Magnúsdóttir húsfreyja, verslunar- og skrifstofumaður, f. 7. júní 1913, d. 19. september 2002. Maður hennar Hinrik G. Jónsson.
9. Guðbjörg Magnúsdóttir, f. 7. maí 1915, d. 13. nóvember 1915.
10. Sigurbjörg
Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1916, d. 1. júní 2000. Maður hennar Axel Halldórsson.
Unnur var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en móðir hennar lést, er Unnur var á fimmta árinu.
Hún lauk prófi í Verslunarskóla Íslands 1931.
Unnur vann verslunar- og skrifstofustörf í Eyjum. Hún vann á skrifstofu bæjarfógeta í Neskaupstað 1947-1949 og sýslumanns í Stykkishólmi 1949-1965. Hún vann á skrifstofu Olís eftir flutning til Reyjavíkur 1965.
Eftir lát Hinriks 1965 flutti Unnur til Reykjavíkur og bjó á Drafnarstíg 2A þar til hún flutti á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
Þau Hinrik giftu sig 1937, eignuðust ekki börn.
Hinrik lést 1965 og Unnur 2002.
I. Maður Unnar, (31. október 1937), var Hinrik Guðmundur Jonsson lögfræðingur, bæjarstjóri, bæjarfógeti, sýslumaður, f. 2. janúar 1908 í Hafnarfirði, d. 19. mars 1965.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Morgunblaðið 2. október 2002. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.