„Guðjón Sigurður Gíslason (Uppsölum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðjón Sigurður Gíslason''' í Vestari-Uppsölum, netagerðarmaður, múrari í Eyjum og Reykjavík fæddist 15. júní 1910 á Bergi og lést 6. apríl 1987....) |
m (Verndaði „Guðjón Sigurður Gíslason (Uppsölum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 14. nóvember 2020 kl. 16:44
Guðjón Sigurður Gíslason í Vestari-Uppsölum, netagerðarmaður, múrari í Eyjum og Reykjavík fæddist 15. júní 1910 á Bergi og lést 6. apríl 1987.
Foreldrar hans voru Gísli Ingvarsson útgerðarmaður, f. 20. júní 1887 í Brennu u. Eyjafjöllum, og kona hans Sigríður Brandsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1887 í Klömbru u. Eyjafjöllum.
Guðjón var með foreldrum sínum í æsku, á Raufarfelli í lok árs 1910, fluttist með þeim að Bergi 1911, bjó með þeim á Vestari-Uppsölum.
Hann vann við netagerð og múrverk, fékk iðnréttindi og vann við múraraiðn í Eyjum og Reykjavík.
Þau Laufey giftu sig 1933, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Vestari-Uppsölum, en fluttu til Reykjavíkur 1956, bjuggu á Kleppsvegi 56 meðan báðum entist aldur.
Guðjón lést 1987 og Laufey 1996.
I. Kona Guðjóns, (24. október 1933), var Laufey Bergmundsdóttir húsfreyja, þjónustustúlka, f. 1. apríl 1911 í Brautarholti, d. 21. júní 1996.
Barn þeirra:
1. Gísli Sigurður Guðjónsson prentsmiður, heildsali, f. 12. januar 1939 í Uppsölum, d. 12. apríl 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.