„Sigurður Jónsson (bæjarstjóri)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Sigurður Jónsson (bæjarfulltrúi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 16. október 2020 kl. 15:31
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sigurður Jónsson“
Sigurður Jónsson er fæddur 10. júlí 1945 í Vestmannaeyjum þar sem hann er einnig uppalinn. Foreldrar hans voru Jón Vigfússon og Guðbjörg Sigurðardóttir.
Sigurður er kvæntur Ástu Arnmundsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn.
Sigurður Jónsson sat í bæjarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins frá 1971–1990. Árið 1990 var hann ráðinn sveitarstjóri í Garði og árið 2006 var hann ráðinn sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Tenglar
Frekari umfjöllun
Sigurður Jónsson kennari, bæjarfulltrúi, sveitarstjóri, bæjarstjóri, ritstjóri, kaupmaður fæddist 10. júlí 1945 að Helgafellsbraut 17.
Foreldrar hans voru Jón Vigfússon frá Holti, vélstjóri, útgerðarmaður, f. þar 22. júlí 1907, d. 9. september 1999, og kona hans Guðbjörg Helga Sigurðardóttir frá Ásgarði í Ásahreppi, húsfreyja, f. þar 8. nóvember 1913, d. 13. ágúst 1978.
Börn Guðbjargar og Jóns:
1. Vigfús Jónsson rafvirkjameistari, kvikmyndasýningamaður, f. 8. júní 1934 í Hlaðbæ.
2. Sigurður Jónsson kennari, bæjarfulltrúi, sveitarstjóri, bæjarstjóri, ritstjóri, kaupmaður, f. 10. júlí 1945 á Helgafellsbraut 17.
3. Andvana stúlka, f. 31. janúar 1953 á Helgafellsbraut 17.
Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1961, nam við Menntaskólann á Akureyri 1962-1964, lauk kennaraprófi 1968.
Sigurður var kennari við Barnaskólann í Eyjum 1964-1966 og 1968-1975, var yfirkennari 1975-1978, skólastjóri 1978-1979.
Hann rak matvöruverslun ásamt öðrum í Eyjum frá 1970-1973, var matvörukaupmaður í Eyjum frá 1979-1982.
Sigurður stjórnaði Vinnuskóla Vestmannaeyja á sumrin 1975-1979.
Hann var varabæjarfulltrúi í Eyjum 1970-1974, bæjarfulltrúi þar frá 1974-1990 og átti sæti í ýmsum ráðum og nefndum bæjarins.
Sigurður sat í stjórn verkamannabústaða í Eyjum og formaður þar 1975-1979. Hann var formaður Eyverja Félags ungra sjálfstæðismanna 1968-1971 og 1977-1979, Varðbergs í Eyjum frá 1979-1982, sat í varastjórn Kaupsýslumannafélags Vestmannaeyja 1979-1982, varaformaður klúbbsins Öruggur akstur í Eyjum frá 1979-1990.
Sigurður var stjórnarformaður og eigandi Eyjaprents h.f. 1973-1986.
Hann var ritstjóri Stofna 1968-1972, sat í ritstjórn Fylkis 1968-1970, var ábyrgðarmaður blaðsins Bærinn okkar 1970, útgefandi Frétta, vikublaðs 1974-1986, gaf út útsvarsskrána (með öðrum) 1965-1972.
Sigurður var sveitarstjóri í Garði 1990-2004, bæjarstjóri þar 2004-2006, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2006-2009.
Sigurður var formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum og varaformaður í stjórn Landsambands eldri borgara. Þá var hann ritstjóri blaðsins Reykjanes og síðan arftaka þess Suðurnesjablaðsins.
Þau Ásta giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Fjólugötu 8.
Þau fluttust til Lands 1990, búa á Kríulandi 1 í Suðurnesjabæ.
I. Kona Sigurðar, (20. nóvember 1971), er Ásta Arnmundsdóttir kennari, f. 26. febrúar 1946.
Börn þeirra:
1. Arnmundur Sigurðsson netagerðarmaður, rafvirki, f. 11. mars 1970. Kona hans Ingunn Rós Valdimarsdóttir.
2. Guðbjörg Sigurðardóttir leikskólakennari, f. 3. október 1974. Maður hennar Hafliði Hjartar Sigurdórsson.
3. Sigurður Óskar Sigurðsson félagsliði, meðferðarfulltrúi, f. 3. nóvember 1975. Kona hans Kristjana Dröfn Haraldsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Sigurður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.