„Jóna Þuríður Bjarnadóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jóna Þuríður Bjarnadóttir''' frá Haga við Sandgerði, húsfreyja, verkakona, ræstitæknir fæddist þar 20. október 1925 og lést 8. júlí 1999.<br> Foreldrar hennar voru...)
 
m (Verndaði „Jóna Þuríður Bjarnadóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 11. apríl 2020 kl. 17:34

Jóna Þuríður Bjarnadóttir frá Haga við Sandgerði, húsfreyja, verkakona, ræstitæknir fæddist þar 20. október 1925 og lést 8. júlí 1999.
Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson sjómaður, f. 7. september 1893 á Bæjarskerjum (áður Býjarsker) á Miðnesi, d. 3. október 1972, og kona hans Guðrún Kristín Benediktsdóttir frá Haga í Mjóafirði eystra, húsfreyja, f. þar 6. júní 1893, d. 11. desember 1934.

Jóna var með foreldrum sínum fyrstu níu ár ævinnar, en þá lést móðir hennar. Hún fór þá í fóstur til föðurfólks síns á Bæjarskerjum.
Jóna fluttist til Eyja 1947, vann við ræstingar í Barnaskólanum rúm 30 ár.
Þau Ármann giftu sig 1949, eignuðust ekki börn, en fóstruðu barn. Þau bjuggu í fyrstu í Ásum, en síðar á Vallargötu 14.
Jóna Þuríður lést 1999 og Guðmundur Ármann 2005.

Maður Jónu Þuríðar, (11. júní 1949), var Guðmundur Ármann Böðvarsson frá Ásum, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, netamaður, f. 19. júlí 1926, d. 5. febrúar 2005.
Fósturbarn þeirra:
1. Sigurleif Guðfinnsdóttir Þorgeirssonar, húsfreyja, sjúkraliði, f. 18. nóvember 1956.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.