„Aðalsteinn Indriðason (vélstjóri)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Aðalsteinn Lúther Indriðason''' frá Patreksfirði, sjómaður, vélstjóri, gangavörður, afgreiðslumaður fæddist 10. október 1906 og lést 6. nóvember 1998 á Droplaugar...) |
m (Verndaði „Aðalsteinn Indriðason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 31. janúar 2020 kl. 16:33
Aðalsteinn Lúther Indriðason frá Patreksfirði, sjómaður, vélstjóri, gangavörður, afgreiðslumaður fæddist 10. október 1906 og lést 6. nóvember 1998 á Droplaugarstöðum.
Foreldrar hans voru Indriði Guðmundsson verkamaður, f. 29. júní 1864 á Króki í Ketildölum, d. 19. júlí 1934, og Guðríður Karvelsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1872 á Krossi á Barðastrandarhreppi, d. 28. apríl 1952.
Aðalsteinn var með foreldrum sínum í æsku, fluttist í Suðurfjarðahrepp 1921, var vinnumaður í Dufansdal í Arnarfirði 1922 og 1923, fór til Patreksfjarðar 1924.
Hann lauk vélstjóraprófi í Stykkishólmi 1925, var sjómaður og vélstjóri, fluttist til Eyja síðla á fjórða áratug aldarinnar. Hann var vélstjóri, lengst hjá Ársæli Sveinssyni, bjó á Hásteinsvegi 28 1940 hjá Sigurði og Stefaníu Jóhannsdóttur. Þau Stefanía eignuðust barn þar 1943 og 1945, en fluttu til Reykjavíkur 1946.
Aðalsteinn vann við vélgæslu í Reykjavík og starfaði lengi hjá verslun Gísla J. Johnsen og einnig í Stillingu hf. Að síðustu var hann gangavörður í Vogaskóla.
Stefanía lést 1997. Aðalsteinn dvaldi að síðustu á Droplaugarstöðum og lést þar 1998.
I. Kona Aðalsteins var Stefanía Jóhannsdóttir frá Bakka á Stokkseyri, húsfreyja f. 20. mars 1902, d. 6. október 1997 í Skógarbæ í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Leifur Ársæll Aðalsteinsson skrifvélavirki, f. 30. nóvember 1943. Kona hans Margrét Valgerðardóttir.
2. Aðalsteinn Ólafur Aðalsteinsson skrifvélavirki, f. 3. nóvember 1945. Kona hans Ásdís Elín Júlíusdóttir.
Barn Stefaníu frá hjónabandi hennar og Sigurðar Jónssonar og fósturbarn Aðalsteins:
3. Jóhanna Guðný Sigurðardóttir, síðast að Austurbrún 2 í Reykjavík, f. 25. maí 1924 á Aðalbóli, d. 1. mars 2009.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is
- Manntöl.
- Morgunblaðið 15. nóvember 1998. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.