„Einar Árnason (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga
(Til aðgreiningar alnafna) |
m (Verndaði „Einar Árnason (Vilborgarstöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 1. nóvember 2019 kl. 21:48
Einar Árnason frá Vilborgarstöðum var barnakennari í Vestmannaeyjum 1880-1882. Einar var fæddur 16. október 1852 og lést 16. mars 1923. Hann var sonur Árna Einarssonar hreppstjóra og Guðfinnu Jónsdóttur prests Austmanns. Einar var bróðir tveggja næstu kennara við skólann, Jóns og Lárusar. Fósturbróðir hans hét Árni. Alls átti hann 8 systkini.
Á æskuárum stundaði Einar nám hjá Bjarna E. Magnússyni, sýslumanni í Eyjum, sem hélt unglingaskóla og veitti nokkrum unglingum þar fræðslu ókeypis árlega. Eftir að Einar hafði verið barnakennari í fæðingarbyggð sinni í tvö ár, fluttist hann til Reykjavíkur (vorið 1882) og gerðist verslunarmaður þar og á Suðurnesjum um skeið. Síðan sigldi hann til Kaupmannahafnar og lagði hann stund á verslunarnám. Að því loknu gerðist hann verslunarstjóri hjá Thomsen kaupmanni í Reykjavík og vann hjá honum uns hann stofnaði eigin verslun þar í bæ og gerðist sjálfur kaupmaður.
Ungur að árum trúlofaðist Einar Rósu Brynjólfsdóttur prests Jónssonar að Ofanleiti, en missti hana áður en til giftingar kom.
Kona Einars kaupmanns var Guðrún Sigríður Lúðvíksdóttir Knudsen verslunarmanns í Reykjavík, danskættuð. Heimili þeirra hjóna var að Vesturgötu 45 í Reykjavík. Börn þeirra voru Árni kaupmaður, Lúðvík málarameistari og Rósa. Öll voru þau ógift og barnlaus.