„Benedikt Frímannsson (trésmíðameistari)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Benedikt Frímannsson. '''Benedikt Frímannsson''' frá Stórholti í Fljótum, trésmíðameistari, bóndi fæddist 27. júlí 1930...) |
m (Verndaði „Benedikt Frímannsson (trésmíðameistari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 30. október 2019 kl. 20:23
Benedikt Frímannsson frá Stórholti í Fljótum, trésmíðameistari, bóndi fæddist 27. júlí 1930 og lést 10. febrúar 2017 á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi.
Foreldrar hans voru Frímann Viktor Guðbrandsson bóndi, rafvirki, f. 14. janúar 1892, d. 5. maí 1972, og kona hans Jósefína Jósefsdóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1893, d. 6. október 1957.
Fósturforeldrar hans voru Guðmundur Árni Eiríksson bóndi á Reykjarhóli, f. 6. desember 1905, d. 28. janúar 1967, og kona hans Líney Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1919.
Fóstursystir Benedikts er Ester Árnadóttir húsfreyja í Mjölni, kona Hilmars á Grundarbrekku.
Benedikt var með foreldrum sínum fyrstu sex ár sín, en fór þá í fóstur
að Reykjarhóli í Fljótum og ólst þar upp.
Hann lærði trésmíðar í Eyjum og vann við þær í Eyjum og Reykjavík, en gerðist síðan bóndi á Stórholti í Dalasýslu.
Þau Ester giftu sig 1955, eignuðust fimm börn, en eitt þeirra fæddist andvana.
Þau bjuggu í fyrstu á Skaftafelli, þá á Hásteinsvegi, síðan á Faxastíg 37, húsi, sem þau byggðu.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1964 og bjuggu í Miðtúni 32. Þau hófu búskap að Stórholti í Dölum 1971, en þá jörð keyptu þau með Hafliða bróður Esterar. Þau bjuggu þar til 1990. Þá fluttu þau til Stykkishólms, byggðu hús og bjuggu þar, en fluttust til Eyja 1998. Þaðan sneru þau til Stykkishólms 2008.
Ester lést 2012 og Benedikt 2017.
I. Kona Benedikts, (1. október 1955), var Ester Guðjónsdóttir frá Skaftafelli, húsfreyja, bóndi, f. 4. apríl 1934, d. 2. desember 2012.
Börn þeirra:
1. Rebekka Benediktsdóttir, Brimhólabraut 38, húsfreyja, f. 21. janúar 1957. Maður hennar var Magnús Þórarinsson, látinn.
2. Drengur, fæddur andvana 16. apríl 1958.
3. Rakel Benediktsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 4. nóvember 1959. Maður hennar er Óskar Már Ásmundsson.
4. Kristín Benediktsdóttir húsfreyja, rekur gistihús í Stykkishólmi, f. 19. júní 1962. Maður hennar er Gestur Hólm.
5. Líney Benediktsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, býr í Mosfellsbæ, f. 3. október 1963. Sambýlismaður hennar er Reynir Jónsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 18. febrúar 2017. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.