„Esther Jónsdóttir (Reynivöllum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Esther Jónsdóttir''' húsfreyja, forstöðukona, kennari fæddist 25. október 1930 í Reykjavík. <br> Foreldrar hennar voru Jón Ásbjörn Jónsson, sjómaður, skipstjóri...)
 
m (Verndaði „Esther Jónsdóttir (Reynivöllum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. október 2019 kl. 12:08

Esther Jónsdóttir húsfreyja, forstöðukona, kennari fæddist 25. október 1930 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Ásbjörn Jónsson, sjómaður, skipstjóri, netagerðarmeistari, f. 30. september 1892, d. 18. júní 1956, og kona hans Jónheiður Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1893, d. 8. júlí 1996.

Esther var með foreldrum sínum í æsku, bjó með þeim á Hólabergi í Skildinganesi 1930, fluttist með þeim til Eyja 1934, var með þeim á Reynivöllum 1934 og enn 1945, en flutti úr bænum 1949.
Esther vann við fiskiðnað og afgreiðslustörf í Magnúsarbakaríi og síðan í Bernöftsbakaríi í Reykjavík. Einnig nam hún handavinnu hjá Brimnessystrum í Reykjavík.
Þau Theodór giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn og fóstruðu tvö. Þau bjuggu í Reykjavík, en fluttust að Hlíðardalsskóla í Ölfusi, þar sem Theodór kenndi 1952-1967 og Esther kenndi handavinnu og vann við matreiðslu. Einnig vann hún við matreiðslu hjá Náttúrulækningafélaginu í Hvergerði.
Þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar 1968-1970 og þar stjórnaði Esther matreiðslu á hótel Skjaldbreið.
Þau fluttust til Stokkseyrar, ráku fjölskylduheimili í Kumbaravogi á Stokkseyri með tíu börnum 1970-1974 og þar stjórnaði Esther innanhúss og kenndi handavinnu við Grunnskólann á Stokkseyri.
Árin 1974-1975 vann hún við matreiðslu hjá Náttúrulækningafélaginu, en hætti vegna barneignar.
Þau búa nú í Árlundi í Flóahreppi.

I. Maður Estherar, (24. maí 1952), er Theodór Guðjónsson frá Gvendarhúsi, skólastjóri, f. 5. apríl 1931 Dalbæ, Vestmannabraut 9.
Börn þeirra:
1. Guðjón Elvar Theodórsson læknir, forstjóri í Noregi, f. 18. mars 1953 í Reykjavík. Fyrri kona Ingrid Elise Norheim. Síðari kona Anette Theodórsson.
2. Margrét Theodórsdóttir Bruvik, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri í Noregi, f. 17. júlí 1955. Maður hennar Glenn Bruvik.
3. Jónheiður Theodórsdóttir húsfreyja, bjó um skeið í Eyjum, bókari í Reykjavík, f. 11. júní 1957. Maður hennar, skildu, er Ómar Torfason.
4. Helgi Rúnar Theodórsson tölvufræðingur hjá Reiknistofu bankanna, f. 18. ágúst 1975. Sambýliskona hans Marianne Jensdóttir.
Fósturbörn:
5. Kristinn Ágúst Sigurlaugsson verkamaður, refa- og minkaskytta á Stokkseyri, f. 13. apríl 1967, ókv.
6. Sólrún Ósk Sigurlaugsdóttir húsfreyja í Sönderborg í Danmörku, stúdent frá Fjölbrautarskóla Suðurlands, f. 9. júlí 1969.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.