„Grímur M. Steindórsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Grímur Marinó Steindórsson. '''Grímur Marinó Steindórsson''' listamaður fæddist 25. maí 1933 að Vestmannabraut|Ves...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 4: | Lína 4: | ||
Börn Steindórs og Þórunnar Ólafar:<br> | Börn Steindórs og Þórunnar Ólafar:<br> | ||
1. [[Grímur Marinó Steindórsson]] listamaður, f. 25. maí 1933 á [[Vestmannabraut|Vestmannabraut 76]].<br> | 1. [[Grímur M. Steindórsson|Grímur Marinó Steindórsson]] listamaður, f. 25. maí 1933 á [[Vestmannabraut|Vestmannabraut 76]].<br> | ||
2. [[Dóra Steindórsdóttir (Hlíðardal)|Dóra Steindórsdóttir]] húsfreyja, starfsstúlka, dagmóðir frá [[Hlíðardalur|Hlíðardal]], f. 28. nóvember 1934 í [[Langi-Hvammur|Langa-Hvammi]].<br> | 2. [[Dóra Steindórsdóttir (Hlíðardal)|Dóra Steindórsdóttir]] húsfreyja, starfsstúlka, dagmóðir frá [[Hlíðardalur|Hlíðardal]], f. 28. nóvember 1934 í [[Langi-Hvammur|Langa-Hvammi]].<br> | ||
3. Hrönn Steindórsdóttir, f. 26. febrúar 1936 á [[Hásteinsvegur|Hásteinsvegi 17]], d. 16. mars 1936.<br> | 3. Hrönn Steindórsdóttir, f. 26. febrúar 1936 á [[Hásteinsvegur|Hásteinsvegi 17]], d. 16. mars 1936.<br> |
Útgáfa síðunnar 10. október 2019 kl. 19:20
Grímur Marinó Steindórsson listamaður fæddist 25. maí 1933 að Vestmannabraut 76 og lést 5. júní 2019 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Steindór Jónsson, þá bifreiðastjóri í Langa-Hvammi, f. 24. september 1909, d. 16. febrúar 2010 á Steinum u. Eyjafjöllum og sambýliskona hans Þórunn Ólöf Benediktsdóttir, síðar í Reykjavík, vinnukona, verkakona, saumakona, f. 24. júní 1912, d. 28. maí 1964.
Börn Steindórs og Þórunnar Ólafar:
1. Grímur Marinó Steindórsson listamaður, f. 25. maí 1933 á Vestmannabraut 76.
2. Dóra Steindórsdóttir húsfreyja, starfsstúlka, dagmóðir frá Hlíðardal, f. 28. nóvember 1934 í Langa-Hvammi.
3. Hrönn Steindórsdóttir, f. 26. febrúar 1936 á Hásteinsvegi 17, d. 16. mars 1936.
Barn Þórunnar Ólafar með James L. McKenney, bandarískum hermanni:
4) Hrafn Steindórsson blikksmiður, leigubifreiðastjóri, f. 8. janúar 1944.
Grímur var með vinnukonunni móður sinni á Vestmannabraut 76 við fæðingu 1933, með foreldrum sínum í Litla-Hvammi 1934, á Hásteinsvegi 17 og á Herjólfsgötu 12.
Foreldrar hans slitu samvistir sínar og Grímur fluttist til Reykjavíkur með móður sinni 1939.
Hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og sótti nám í Myndlista- og handíðaskólanum.
Grímur var lærður járnsmiður og vann við þá iðn sína, og lagði stund á höggmynda og málaralist.
Hann sótti sjóinn frá unga aldri, átti og gerði út trillu.
Listaverk Gríms Marinós eru víða um land, meðal annars Súlurnar á Hörgaeyrargarði í Eyjum, skútan við höfnina í Stykkishólmi, Beðið í von á Hellissandi, Vor við Fjölbrautaskólann á Húsavík og Friður, verðlaunaverkið um fund þeirra Gorbatsjov og Reagan í Reykjavík. Þá var verk hans Landpóstar vígt með athöfn við Staðarskála í Hrútafirði að viðstöddu fjölmenni, Jötnar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Í Kópavogi er Freyjublómið við Boðaþing.
Grímur Marinó myndskreytti einnig bækur..
Grímur Marinó tók tvisvar þátt í listasamkeppni og fékk jafnoft viðurkenningu fyrir verk sín. Hann fékk önnur verðlaun í samkeppni Listahátíðar um merki hátíðarinnar 1988 og sama ár fékk hann fyrstu verðlaun í samkeppni ferðamálanefndar Reykjavíkur um minjagrip í tilefni af leiðtogafundinum sem haldinn var í Reykjavík.
Grímur Marinó hélt fjölda sýninga, bæði einn og með öðrum, einkasýningar m.a. í Stöðlakoti, í Eyjum, Lions-heimilinu í Kópavogi, Safnahúsi Borgarfjarðar, Áhaldahúsi Kópavogs, Listasafni Kópavogs, Bókasafni Kópavogs, Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, safnaðarheimilinu Borgum, FÍM-salnum auk fjölda samsýninga, m.a. í Alþjóðlegri bóka- og listamessu í Sviss, Kongens Have, Skulpturbiennalen, Kaupmannahöfn, Nyborg í Danmörku, Kjarvalsstöðum, Gallerí Langbrók.
Árið 1992 hélt hann mikla sýningu í Perlunni í Reykjavík, með verkum úr stáli og grjóti. Hrafn Andrés Harðarson frændi Gríms orti ljóð við verkin og voru þau birt á veggjum. Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld samdi tónlist við verkin og ljóðin.
Grímur stóð fyrir annarri sýningu í Perlunni og í bæði skiptin var boðið upp á tónlist Gunnars Reynis, m.a. verkið Málmgrímur og söngvasveigar hans við ljóð Hrafns Andrésar, Hlér og Tónmyndaljóð, og einnig gáfu þeir þremenningar út bók með heitinu Tónmyndaljóð, bæði á íslensku og ensku.
Á alheims ráðstefnu World Renewable Energy í Flórens átti að heiðra þá þjóð, sem mest hefur lagt af mörkum til að breyta innviðum sínum í sjálfbæra orkugjafa. Verðlaunagripurinn var listaverk eftir Grím Marinó Steindórsson, sem hannaði sérstakan táknrænan grip; skip sem siglir fullum seglum vindorku, með sólargeisla yfir hraunmola í skál á þilfari, tákn jarðvarma og vatnsafls. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti orkumálaráðherra Kýpur verðlaunagripinn í
glæsilegum hallarkynnum Palazzo Pitti.
Grímur bjó í Kópavogi um áratugaskeið, var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs.
Verk hans eru í opinberri eigu víða um land.
Þau Rósa eignuðust tvö börn.
Rósa lést 2015 og Grímur Marinó 2019.
I. Kona Gríms Marinós var Rósa Jónsdóttir frá Ártúni á Langanesi, húsfreyja, bifreiðastjóri, starfsmaður hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur (BSR), f. 13. október 1942 á Ártúni, d. 9. nóvember 2015.
Börn þeirra:
1. Jón Þór Grímsson sjómaður, kjörbarn, f. 10. janúar 1965, d. 23. september 2018.
2. Gríma Sóley Grímsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1974. Maður hennar er Viðar Guðmundsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 18. og 21. júní 2019. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.