„Katrín Árnadóttir (Ásgarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 32: Lína 32:
*Íslendingabók.is.
*Íslendingabók.is.
*Katrín Gunnarsdóttir.}}
*Katrín Gunnarsdóttir.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]

Núverandi breyting frá og með 19. ágúst 2019 kl. 17:32

Katrín Árnadóttir.

Katrín Árnadóttir húsfreyja í Ásgarði fæddist 12. október 1905 og lést 8. maí 1981.
Foreldrar hennar voru Árni Filippusson í Ásgarði, kennari, útgerðarmaður og gjaldkeri, f. 17. febrúar 1856, dáinn 6. janúar 1932, og kona (1898) hans Gíslína Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. apríl 1871, d. 18. júlí 1953.

Börn Gíslínu og Árna:
1. Guðmundur Árnason, f. 17. október 1898, d. 27. jan. 1988.
2. Filippus Árnason, f. 7. júní 1902, d. 1. júní 1974.
3. Guðrún Árnadóttir, f. 23. desember 1903, d. 25. október 1999.
4. Katrín Árnadóttir, f. 12. október 1905, d. 8. maí 1981.
Auk þess fóstruðu þau tvö systkini frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, systurbörn Gíslínu:
5. Lúðvík Jónsson, síðar bakarameistari í Haga og á Selfossi, f. 12. október 1904, d. 21. mars 1983.
2. Ágústínu Jónsdóttur húsfreyju í Hafnarfirði, f. 11. maí 1906, d. 1. nóvember 1989.

Katrín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún dvaldi um tvítugt í Danmörku í tvö ár og nam við hússtjórnarskóla. Þau Árni giftu sig 1926, eignuðust eitt barn, bjuggu í Ásgarði.
Katrín Gunnarsdóttir, uppeldisdóttir Katrínar og Árna segist muna vel, þegar þær systur Katrín og Guðrún Árnadætur sátu við reytingu og aðra meðferð lundans daginn út og inn milli sókninga í Álsey, og síðan voru gerðar sérstakar bollur fyrir veiðmennina, stórar og miklar með rúsínum í, og kallaðar „Álseyjarbollurnar“. Fylgdu þær öðrum skrínukosti til þeirra.
Árni lést 1964.
Þær systur Katrín og Guðrún héldu saman heimili í Ásgarði til Goss og síðan í Espigerði 4 í Reykjavík.
Árni lést 1962 og Katrín 1981.

1. Maður Katrínar, (17. september 1926), var Árni Árnason símritari, fræðimaður og bjargveiðimaður frá Grund, f. 19. mars 1901 að Vestri- Búastöðum, d. 13. október 1962.
Barn Katrínar og Árna var:
1. Hilda, f. 19. október 1926, d. 17. desember 2004, gift á Akureyri Herði prentara, f. 9. febrúar 1929, d. 9. september 2012, Svanbergssyni.
Uppeldisbörn Árna og Katrínar voru:
2. Þórarinn Guðmundsson radíóvirki, sonur Guðmundar bróður Katrínar, f. 25. apríl 1929.
3. Katrín Gunnarsdóttir fornleifafræðingur, dóttir Hildu, f. 1. janúar 1947.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.