„Ólöf Karlsdóttir (Bakkastíg)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ólöf Karlsdóttir. '''Ólöf Karlsdóttir''' frá Stykkishólmi, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 10. júlí 1935 og lést 23...)
 
m (Verndaði „Ólöf Karlsdóttir (Bakkastíg)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 20. júlí 2019 kl. 20:13

Ólöf Karlsdóttir.

Ólöf Karlsdóttir frá Stykkishólmi, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 10. júlí 1935 og lést 23. desember 2000 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Finnur Karl Jónsson verkamaður í Stykkishólmi, f. 16. febrúar 1989 í Purkey í Skarðshreppi, Dalasýslu, d. 21. janúar 1979, og kona hans Hólmfríðar Einarsdóttur húsfreyja, f. 27. október 1903 í Stykkishólmi, d. 1. janúar 1992.

Ólöf var með foreldrum sínum í æsku, gekk í barna- og unglingaskóla í Stykkishólmi.
Hún vann á hótelinu í Stykkishólmi. Er hún var 17 ára fór hún til starfa í Hótel Fornahvammi í Norðurárdal. Þar vann hún til 1954.
Hún fluttist til Eyja 1954 og vann verslunarstörf.
Þau Garðar giftu sig 1961, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu í húsi því, sem foreldrar Garðars reistu að Bakkastíg 11.
Við Gos fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan.
Ólöf lést 2000 og Garðar 2012.

I. Maður Ólafar, (30. desember 1961), var Garðar Aðalsteinn Sveinsson rafvirkjameistari, f. 15. janúar 1933, d. 9. janúar 2012.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.