„Gísli Ingvarsson (Uppsölum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Gísli Ingvarsson''' frá Brennu u. Eyjafjöllum, útgerðarmaður í Uppsölum fæddist 20. júní 1887 og lést 28. ágúst 1968.<br> Foreldrar hans voru Ingv...)
 
m (Verndaði „Gísli Ingvarsson (Uppsölum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. júlí 2019 kl. 14:48

Gísli Ingvarsson frá Brennu u. Eyjafjöllum, útgerðarmaður í Uppsölum fæddist 20. júní 1887 og lést 28. ágúst 1968.
Foreldrar hans voru Ingvar Gíslason bóndi, f. 31. júlí 1865, d. 22. mars 1947, og kona hans Jóhanna Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1846, d. 24. desember 1933.

Gísli var með foreldrum sínum í Brennu 1890, í Ystabæli þar 1901.
Hann eignaðist barn með Sigríði á Bergi 1910 og kvæntist henni á því ári. Þau eignuðust tvö börn. Hjónin voru hjá foreldrum Gísla á Raufarfelli u. Eyjafjöllum við manntal 1910, fluttust um Holtsós að Bergi 1911, bjuggu í Vestri-Uppsölum 1913 og síðan. Sigríður lést 1966 og Gísli 1968.

I. Kona Gísla, (8. júlí 1910), var Sigríður Brandsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1887 á Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 1. ágúst 1966.
Börn þeirra:
1. Guðjón Sigurður Gíslason netagerðarmaður, múrari, f. 19. júní 1910 á Bergi, d. 6. apríl 1987. Kona hans var Laufey Bergmundsdóttir.
2. Jóhann Ingvar Gíslason sjómaður, vélstjóri, húsasmiður, f. 27. ágúst 1917 á Uppsölum, síðast í Reykjavík, d. 25. desember 2007. Kona hans Hrefna Elíasdóttir, f. 24. febrúar 1920 í Reykjavík, d. 3. júní 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.