„Guðný Magnúsdóttir (Miðstöð)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðný Magnúsdóttir''' húsfreyja, ,,símaþjónn“ fæddist 13. ágúst 1898 í Reykjavík og lést 17. febrúar 1975.<br> Foreldrar hennar voru Magnús Einarsson pakkhúsma...) |
m (Verndaði „Guðný Magnúsdóttir (Miðstöð)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 13. janúar 2019 kl. 14:37
Guðný Magnúsdóttir húsfreyja, ,,símaþjónn“ fæddist 13. ágúst 1898 í Reykjavík og lést 17. febrúar 1975.
Foreldrar hennar voru Magnús Einarsson pakkhúsmaður, f. 8. janúar 1864 á Torfastöðum í Grafningi, d. 9. júní 1914, og kona hans Guðrún Guðnadóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1857 á Kluft í Hrunasókn í Árn., d. 12. febrúar 1937.
Guðný var með foreldrum sínum í æsku, á Litlu-Steinsstöðum við Smiðjustíg í Reykjavík 1910.
Hún kom til Eyja 1915, ,,símaþjónn“ og þau Aage giftu sig 1917.
Þau eignuðust tvö börn í Eyjum, fluttust til Reykjavíkur og eignuðust þar tvö börn, bjuggu lengst á Bergstaðastræti 38.
Aage lést 1959 og Guðný 1975.
I. Maður hennar, (26. september 1917), var Aage Lauritz Petersen verkfræðingur, símastjóri, síðar skattstofufulltrúi í Reykjavík, f. 14. desember 1879, d. 2. mars 1959.
Börn þeirra:
1. Stella Petersen skrifstofumaður, gift í Englandi, f. 30. september 1917 á Símstöðinni.
2. Betsy Petersen, f. 4. nóvember 1918 á Símstöðinni, d. 25. desember 1944.
3. Magnús Petersen verkamaður í Reykjavík, f. 29. október 1920, d. 19. júlí 1992.
4. Gunnar Petersen gullsmiður í Reykjavík, f. 16. janúar 1929, d. 6. október 1980.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.