„Aðalbjörg Jónsdóttir (Bergstöðum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Aðalbjörg Jónsdóttir. '''Aðalbjörg Jónsdóttir''' húsfreyja á Landagötu 24 fæddist 9. desember 1934 á Sig...) |
m (Verndaði „Aðalbjörg Jónsdóttir (Bergstöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 29. október 2018 kl. 17:17
Aðalbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Landagötu 24 fæddist 9. desember 1934 á Siglufirði og lést 18. nóvember 2001 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Jón Friðrik Marinó Þórarinsson sjómaður, verkamaður, f. 2. maí 1905, d. 20. mars 1979, og Sigrún Ólafía Markúsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1907, d. 2. október 1982.
Aðalbjörg fluttist til Eyja 17 ára og fór að búa með Ólafi 1952. Þau eignuðust 4 börn, en fyrir átti Ólafur einn son í Reykjavík. Þau bjuggu í fyrstu á Bergstöðum, á Sveinsstöðum við Njarðarstíg 1958 og enn 1960. Þau keyptu fokhelt hús við Landagötu 24, fullgerðu það og bjuggu þar til Goss.
Þau bjuggu í Hafnarfirði í nokkra mánuði, síðan á Eyrarbakka um skeið, fluttu til Eyja, keyptu Hólagötu 38 og bjuggu þar meðan báðum entist líf.
Aðalbjörg vann oft með heimilishaldinu þegar á leið, vann í fatahreinsuninni Straumi í nokkur ár og á Rauðagerði sem matráðskona. Hún sat í stjórn og trúnaðarráði Verkakvennafélagsins Snótar og sat í stjórn Norðlendingafélagsins í Eyjum.
Ólafur lést 1975. Aðalbjörg fluttist til Hafnarfjarðar, vann hjá Pósti og Síma sem matráðskona í vinnuflokki í tvö sumur, en síðan í þvottahúsi á Hrafnistu í Hafnarfirði meðan heilsan leyfði.
Hún lést 2001.
I. Sambýlismaður Aðalbjargar var Guðjón Ólafur Guðmundsson frá Bergstöðum, sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 1. nóvember 1927, d. 24. desember 1975.
Börn þeirra:
1. Jón Sigurður Ólafsson vélstjóri, húsasmiður í Reykjavík, f. 23. ágúst 1954.
2. Guðbjörn Ólafsson húsasmiður í Kópavogi, f. 22. nóvember 1956 í Hafnarfirði.
3. Guðmundur Ólafsson Baadermaður við fiskvinnslu í Noregi, f. 5. ágúst 1958.
4. Þóra Ólafsdóttir húsfreyja í Eyjum, leiðbeinandi á leikskóla, f. 14. desember 1961.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 1. desember 2001. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.