„Kristín Benediktsdóttir (Urðavegi 44)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Kristín Benediktsdóttir''' húsfreyja á Urðavegi 44 fæddist 29. júlí 1893 á Vatneyri í Patreksfirði og lést 4. september 1974.<br> Foreldrar hennar voru...) |
m (Verndaði „Kristín Benediktsdóttir (Urðavegi 44)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 16. október 2018 kl. 16:09
Kristín Benediktsdóttir húsfreyja á Urðavegi 44 fæddist 29. júlí 1893 á Vatneyri í Patreksfirði og lést 4. september 1974.
Foreldrar hennar voru Benedikt Sigurðsson skipstjóri, f. 21. júní 1869, d. 31. janúar 1925, og kona hans Elín Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 14. október 1861, d. 10. nóvember 1934.
Kristín var með foreldrum sínum í Benediktshúsi á Vatneyri 1901 og 1910. Hún eignaðist Sigrúnu 1912.
Hún fluttist til Eyja 1919. Þau Sigurður giftu sig á því ári, eignuðust þrjú börn og ólu upp eitt fósturbarn. Þau bjuggu á Kirkjulandi við giftingu, bjuggu á Rafnseyri 1920, á Löndum 1927 og 1930. Þau byggðu húsið að Urðavegi 44 og fluttust þangað 10. nóvember 1934. Sama dag kom Garðar til þeirra í fóstur. Magnús fæddist þar 1938.
Sigrún var komin til móður sinnar 1940, en vegna veikinda Kristínar fór hún snemma til Jórunnar Guðjónsdóttur og Guðmundar Guðjónssonar, sem voru nágrannar og þar ílentist hún, fluttist með þeim að Presthúsum, síðar á Sjúkrahúsið og að lokum að Hátúni í Reykjavík.
Kristín varð sjúklingur síðustu ár sín og dvaldi á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Sigurður var að síðustu hjá Elínu Benóníu dóttur sinni í Skeiðarvogi 19 í Reykjavík og lést 1973, og Kristín lést 1974.
I. Ókunnur barnsfaðir.
Barn þeirra:
1. Sigrún Bergmann öryrki, f. 22. júní 1912, síðast í Hátúni 12 í Reykjavík, d. 27. október 1987.
II. Maður Kristínar, (1. nóvember 1919), var Sigurður Sigurðsson múrari, f. 31. ágúst 1890 á Lambhúshóli u. V-Eyjafjöllum, d. 23. apríl 1973 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Unnur Sigurlín Sigurðardóttir, f. 24. október 1920 á Rafnseyri, húsfreyja í Reykjavík, d. 6. nóvember 2004.
2. Elín Benónía Sigurðardóttir, f. 3. september 1924 á Löndum, húsfreyja í Reykjavík, d. 19. nóvember 2011.
3. Magnús Sigurðsson, f. 10. mars 1938 á Urðavegi 44, múrarameistari í Eyjum og Mosfellsbæ.
Uppeldissonur þeirra var:
4. Garðar Júlíusson rafvirkjameistari, f. 10. nóvember 1932, d. 26. ágúst 1988.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.