„Halldór Kolbeins“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Halldór_Kolbeins_og_frú.jpg|thumb|200px|Halldór ásamt konu sinni, Láru.]]
'''Halldór Kolbeins''' var prestur Vestmannaeyinga frá 1945 til 1961. Hann var fæddur að Staðarbakka í Miðfirði. Foreldrar hans voru séra Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson á Staðarbakka og kona hans Þórey Bjarnadóttir.  
'''Halldór Kolbeins''' var prestur Vestmannaeyinga frá 1945 til 1961. Hann var fæddur að Staðarbakka í Miðfirði. Foreldrar hans voru séra Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson á Staðarbakka og kona hans Þórey Bjarnadóttir.  



Útgáfa síðunnar 5. júlí 2006 kl. 11:01

Halldór ásamt konu sinni, Láru.

Halldór Kolbeins var prestur Vestmannaeyinga frá 1945 til 1961. Hann var fæddur að Staðarbakka í Miðfirði. Foreldrar hans voru séra Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson á Staðarbakka og kona hans Þórey Bjarnadóttir.

Halldór varð stúdent í Reykjavík árið 1915 og lauk síðan cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 1920. Hann lauk einnig kennaraprófi sama ár.

Halldór fékk veitingu fyrir Flatey 1921, Stað í Súgandafirði 1925 og síðar Mælifelli árið 1941. Hann var settur til prestþjónustu í Vestmannaeyjum frá 1938 til 1939. Halldór fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli árið 1945 og gegndi því til ársins 1961. Hann sat að Ofanleiti alla sína prestskapartíð í Eyjum og var síðasti presturinn sem þar bjó. Eftir hans tíð var húsið leigt ýmsum, allt þar til það var rifið, árið 1977. Halldór stundaði einnig kennslu, bæði í Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum.

Séra Halldór lést í Reykjavík árið 1964. Kona hans var Lára Ágústa Ólafsdóttir. Þau áttu saman sex börn.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.