„Guðbjörg Erlendsdóttir (Viðey)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Guðbjörg Erlendsdóttir (Viðey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 22: | Lína 22: | ||
2. Guðbjörg Svava Guðmundsdóttir húsfreyja á Ísafirði, f. 16. september 1921, d. 22. desember 2007. Maður hennar var Ólafur Markús Guðjónsson stýrimaður.<br> | 2. Guðbjörg Svava Guðmundsdóttir húsfreyja á Ísafirði, f. 16. september 1921, d. 22. desember 2007. Maður hennar var Ólafur Markús Guðjónsson stýrimaður.<br> | ||
3. [[Ólafía Guðmundsdóttir (Viðey)|Ólafía Guðmundsdóttir]] húsfreyja í Reykjavík, f. 16. september 1921, d. 17. apríl 1992. Maður hennar var Sigurður Óskar Sigurðsson skrifstofustjóri. | 3. [[Ólafía Guðmundsdóttir (Viðey)|Ólafía Guðmundsdóttir]] húsfreyja í Reykjavík, f. 16. september 1921, d. 17. apríl 1992. Maður hennar var Sigurður Óskar Sigurðsson skrifstofustjóri. | ||
II. Barnsfaðir Guðbjargar var Hafliði Ólafsson sjómaður í Reykjavík, f. 5. maí 1894 á Lækjarbakka í Mýrdal, fórst með e/s Heklu 29. júní 1941.<br> | |||
Barn þeirra:<br> | |||
4. [[Ragnar Hafliðason (Viðey)|Ragnar Hafliðason]] málarameistari, kaupmaður, síðar í Hafnarfirði, f. 12. nóvember 1928 í Viðey. | |||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Útgáfa síðunnar 15. september 2018 kl. 14:11
Guðbjörg Erlendsdóttir í Viðey, vinnukona, húskona, verkakona fæddist 11. desember 1891 í Bala í Djúpárhreppi í Holtum og lést 13. janúar 1957.
Faðir hennar var Erlendur bóndi í Bala í Djúpárhreppi, f. 12. september 1852, d. 24. apríl 1929, Benediktsson bónda í Unhól þar, f. þar 21. mar 1828, d. 11. febrúar 1900, Erlendssonar bónda í Unhól, f. 29. júlí 1800, d. 21. júní 1845, Benediktssonar, og konu Erlendar í Unhól, Önnu húsfreyju, f. 1796 í Garði á Eyrarbakka, d. 7. júní 1870, Pétursdóttur.
Móðir Erlendar í Bala og kona Benedikts í Unhól var Sigríður húsfreyja, f. 11. febrúar 1830, d. 19. október 1916, Einarsdóttir bónda í Stöðulkoti í Djúpárhreppi, f. 26. ágúst 1800 í Borgartúni þar, d. 28. október 1873, Magnússonar, og konu Einars, Önnu húsfreyju, f. 9. júlí 1799, d. 27. október 1878 í Stöðulkoti, Þórðardóttur.
Móðir Guðbjargar Erlendsdóttur og kona Erlendar í Bala var Anna húsfreyja, f. 23. nóvember 1849, d. 12. nóvember 1899, Pálsdóttir bónda í Norður-Nýjabæ í Djúpárhreppi, f. 3. mars 1817 í Syðri-Nýjabæ þar, d. 22. nóvember 1875, Kristjánssonar bónda í Norður-Nýjabæ, f. 1774 í Ferjuhjáleigu í Djúpárhreppi, d. 7. ágúst 1843 í Norður-Nýjabæ, Pálssonar, og konu Kristjáns Pálssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1778 í Steinstóft, d. 11. desember 1855 í Norður-Nýjabæ, Gísladóttur.
Móðir Önnu Pálsdóttur og kona Páls Kristjánssonar var Ingibjörg húsfreyja, f. 16. júní 1824 í Stöðulkoti, d. 22. desember 1909 í Páls-Nýjabæ, Einarsdóttir bónda í Stöðulkoti, f. 26. ágúst 1800, d. 28. október 1873 í Litla-Rimakoti (Borg), Magnússonar, og konu Einars í Stöðulkoti, Önnu húsfreyju, f. 9. júlí 1799, d. 27. október 1878 í Stöðulkoti, Þórðardóttur.
Börn Önnu og Erlendar, - í Eyjum:
1. Páll Erlendsson bifreiðastjóri í Frydendal, síðar í Kópavogi, f. 17. október 1885, d. 18. nóvember 1956.
2. Guðbjörg Erlendsdóttir verkakona í Viðey, f. 11. desember 1891, d. 13. janúar 1957.
Guðbjörg var 9 ára í Hákoti í Háfssókn í Djúpáhreppi 1901, var hjú hjá Guðmundi Einarssyni og Pálínu Jónsdóttur í Norður-Nýjabæ þar 1910 og á Ytri-Hóli í V-Landeyjum 1920.
Hún eignaðist Aðalheiði með Guðmundi 1919 og tvíburana Ólafíu og Guðbjörgu Svövu með honum 1921.
Aðalheiður fór fárra vikna gömul í fóstur til Þórðar Tómassonar og Guðrúnar Ólafsdóttur á Ytri-Hól, en Guðmundur flutti Ólafíu með sér til Eyja 1921.
Guðbjörg fluttist til Eyja 1922 og var vinnukona í Viðey 1927.
Hún eignaðist Ragnar með Hafliða 1928 og 1930 voru Ólafía dóttir hennar og Ragnar með henni í Viðey.
Guðbjörg var vinnukona í Viðey 1945, húskona þar 1949.
Hún lést 1957.
I. Barnsfaðir Guðbjargar var Guðmundur Einarsson, þá bóndi á Ytri-Hóli í V-Landeyjum, síðar bóndi og útgerðarmaður í Viðey, f. 18. nóvember 1885 í Rifshalakoti í Ásahreppi í Holtum, d. 14. mars 1943.
Börn þeirra:
1. Aðalheiður Guðmundsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 25. nóvember 1919, d. 5. ágúst 2008. Hún var ógift.
2. Guðbjörg Svava Guðmundsdóttir húsfreyja á Ísafirði, f. 16. september 1921, d. 22. desember 2007. Maður hennar var Ólafur Markús Guðjónsson stýrimaður.
3. Ólafía Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. september 1921, d. 17. apríl 1992. Maður hennar var Sigurður Óskar Sigurðsson skrifstofustjóri.
II. Barnsfaðir Guðbjargar var Hafliði Ólafsson sjómaður í Reykjavík, f. 5. maí 1894 á Lækjarbakka í Mýrdal, fórst með e/s Heklu 29. júní 1941.
Barn þeirra:
4. Ragnar Hafliðason málarameistari, kaupmaður, síðar í Hafnarfirði, f. 12. nóvember 1928 í Viðey.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.