„Guðjón Hafsteinn Jónatansson (Breiðholti)“: Munur á milli breytinga
m (Viglundur færði Guðjón Hafsteinn Jónatansson á Guðjón Hafsteinn Jónatansson (Breiðholti)) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 3: | Lína 3: | ||
Börn Jónatans og Steinunnar:<br> | Börn Jónatans og Steinunnar:<br> | ||
1. [[Guðjón Hafsteinn Jónatansson]] bifreiðastjóri, vélstjóri, rennismiður, f. 30. júní 1910, d. 8. mars 1993.<br> | 1. [[Guðjón Hafsteinn Jónatansson (Breiðholti)|Guðjón Hafsteinn Jónatansson]] bifreiðastjóri, vélstjóri, rennismiður, f. 30. júní 1910, d. 8. mars 1993.<br> | ||
2. Guðrún Briet Jónatansdóttir, f. 19. maí 1913 í Breiðholti, d. 6. júlí 1823.<br> | 2. Guðrún Briet Jónatansdóttir, f. 19. maí 1913 í Breiðholti, d. 6. júlí 1823.<br> | ||
3. [[Sveinn Jónatansson (Breiðholti)|Sveinn Jónatansson]] vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 7. júlí 1917, d. 15. mars 1998.<br> | 3. [[Sveinn Jónatansson (Breiðholti)|Sveinn Jónatansson]] vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 7. júlí 1917, d. 15. mars 1998.<br> |
Útgáfa síðunnar 14. september 2018 kl. 16:41
Guðjón Hafsteinn Jónatansson frá Breiðholti, bifreiðastjóri, vélstjóri, rennismiður fæddist þar 30. júní 1910 og lést 8. mars 1993.
Foreldrar hans voru Jónatan Snorrason sjómaður, vélstjóri, rennismiður, f. 6. september 1875 að Lambalæk í Fljótshlíð, d. 15. september 1960, og kona hans Steinunn Brynjólfsdóttir frá Kvíhólma u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. maí 1887, d. 22. júlí 1977.
Börn Jónatans og Steinunnar:
1. Guðjón Hafsteinn Jónatansson bifreiðastjóri, vélstjóri, rennismiður, f. 30. júní 1910, d. 8. mars 1993.
2. Guðrún Briet Jónatansdóttir, f. 19. maí 1913 í Breiðholti, d. 6. júlí 1823.
3. Sveinn Jónatansson vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 7. júlí 1917, d. 15. mars 1998.
4. Brynjólfur Jónatansson rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924.
5. Sigrún Jónatansdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 6. desember 1925 í Breiðholti, d. 12. janúar 1989.
Guðjón var með foreldrum sínum í æsku. Hann kvæntist Guðríði 1932 og bjó í Breiðholti 1933, í Pétursey, Hásteinsvegi 43 við fæðingu Árna 1934 og á Hjalteyri, Vesturvegi 13B 1939, við fæðingu Rúnars, en í Breiðholti 1940. Hjónin fluttust til Kópavogs 1945 og bjuggu þar síðan.
Guðjón var bifreiðastjóri og vélstjóri í Eyjum. Við flutninginn til Kópavogs fékk hann starf við járnsmíðar í Vélsmiðjunni Héðni. Síðar lærði hann rennismíði hjá fyrirtækinu og starfaði þar, hjá Stálprýði, Ólafi Tryggvasyni og síðast hjá Blikksmiðjunni Vogi, þar sem hann lauk starfsævi sinni sjötugur að aldri.
I. Kona Guðjóns, (1932), var Guðríður Árnadóttir frá Hrólfsstaðahelli í Landsveit, f. 5. apríl 1906, d. 19. ágúst 1984.
Börn þeirra:
1. Jóna Bríet Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1933 í Breiðholti.
2. Árni Guðjónsson blikksmíðameistari, björgunarsveitarmaður í Kópavogi, f. 12. janúar 1934 í Pétursey, d. 16. mars 2015.
3. Rúnar Guðjónsson, f. 8. nóvember 1939 á Hjalteyri, d. 31. ágúst 1957.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is
- Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.