Guðríður Árnadóttir (Breiðholti)
Guðríður Árnadóttir frá Hrólfsstaðahelli í Landsveit, húsfreyja í Eyjum og Kópavogi fæddist 5. apríl 1906 í Hrólfsstaðahelli í Landsveit og lést 19. ágúst 1984.
Foreldrar hennar voru Árni Hannesson frá Haukadal í Biskupstungum, bóndi, f. 9. október 1873, d. 11. júní 1944, og kona hans Sigríður Oddsdóttir frá Heiði á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 23. júní á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 26. apríl 1966.
Sigríður Oddsdóttir var systir Sigurðar Oddssonar í Skuld.
Guðríður fluttist til Eyja og var vinnukona í Breiðholti 1930.
Þau Guðjón giftu sig 1932 bjuggu í Breiðholti 1933 við fæðingu Jónu Bríetar, í Pétursey, Hásteinsvegi 43 við fæðingu Árna 1934 og á Hjalteyri, Vesturvegi 13B 1939, við fæðingu Rúnars, en í Breiðholti 1940. Hjónin fluttust til Kópavogs 1945 og bjuggu þar síðan.
Guðríður lést 1984 og Guðjón 1993.
Maður Guðríðar, (1932), var Guðjón Hafsteinn Jónatansson bifreiðastjóri, vélstjóri, rennismiður, f. 30. júní 1910, d. 8. mars 1993.
Börn þeirra:
1. Jóna Bríet Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1933 í Breiðholti.
2. Árni Guðjónsson blikksmíðameistari, björgunarsveitarmaður í Kópavogi, f. 12. janúar 1934 í Pétursey, d. 16. mars 2015.
3. Rúnar Guðjónsson, f. 8. nóvember 1939 á Hjalteyri, d. 31. ágúst 1957.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is
- Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.