„Vestmannaeyjaflugvöllur“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
Framan af tuttugustu öldinni voru flugsamgöngur sama og engar. [[Fyrsta flug til Eyja]] sem heppnaðist var árið 1928. Lenti flugvélin, sem var vatnaflugvél, í höfninni. Ekkert gerðist í málunum fyrr en árið 1945, þegar bygging flugvallarins hófst. [[Jóhann Þ. Jósefsson]] átti frumkvæðið í flugvallamálum Vestmannaeyinga, enda var hann alþingismaður þeirra. Hann, ásamt reyndum flugmönnum, gerði frumathuganir á skilyrðum á Heimaey til flugvallagerðar. Þeir komust að því að hagstæðast væri að byggja flugvöllinn austan [[Ofanleiti]]s, þar eð austanátt var ríkjandi vindátt. Verkfræðingar voru sammála staðsetningunni og var tillaga til flugvallargerðar samþykkt á Alþingi 1944-45. Ákveðið var að flugbrautin yrði 800 m löng og 60 m breið.  
Framan af tuttugustu öldinni voru flugsamgöngur sama og engar. [[Fyrsta flug til Eyja]] sem heppnaðist var árið 1928. Lenti flugvélin, sem var vatnaflugvél, í höfninni. Fyrsta flugvélin sem lenti á Heimaey var TF-SUX og var það sumarið 1939. Flugmaður var Agnar Kofoed-Hansen og farþegi var [[Bergur G. Gíslason]]. Sú flugvél hékk í lofti gömlu flugstöðvarinnar en hún er í vörslu flugmálastjórnar nú. Þess má geta að flugvélin er enn flughæf þrátt fyrir að vera byggð á árunum 1933-35.
 
Ekkert gerðist í málunum fyrr en árið 1945, þegar bygging flugvallarins hófst.  
 
== Bygging flugvallarins ==
[[Jóhann Þ. Jósefsson]] átti frumkvæðið í flugvallamálum Vestmannaeyinga, enda var hann alþingismaður þeirra. Hann, ásamt reyndum flugmönnum, gerði frumathuganir á skilyrðum á Heimaey til flugvallagerðar. Þeir komust að því að hagstæðast væri að byggja flugvöllinn austan [[Ofanleiti]]s, þar eð austanátt var ríkjandi vindátt. Verkfræðingar voru sammála staðsetningunni og var tillaga til flugvallargerðar samþykkt á Alþingi 1944-45. Ákveðið var að flugbrautin yrði 800 m löng og 60 m breið.  


Varðskipið Ægir kom til Vestmannaeyja 11. nóvember 1945 fullhlaðið af stórvirkum vinnuvélum. Þar voru ýtur, gaddavaltarar, kranar, traktorar, loftpressur og fleira. Það var svo um mitt sumar 1946 að farið er að keyra rauðamöl úr Helgafelli í yfirborð flugvallarins.
Varðskipið Ægir kom til Vestmannaeyja 11. nóvember 1945 fullhlaðið af stórvirkum vinnuvélum. Þar voru ýtur, gaddavaltarar, kranar, traktorar, loftpressur og fleira. Það var svo um mitt sumar 1946 að farið er að keyra rauðamöl úr Helgafelli í yfirborð flugvallarins.
Lína 5: Lína 10:
[[Mynd:Flug.jpg|thumb|300px|thumb|TF-KAK]]Fyrsta flugvélin lenti á flugbrautinni þann 14. ágúst 1946. Flugbrautin var þá 250 m löng. Flugmenn vory Hjalti Tómasson og Halldór Bach og flugu þeir á tveggja sæta flugvélinni Piper Cub J-3 TF-KAK. Tóku þeir í fyrsta sinn póst frá Eyjum loftleiðis. Daglegt áætlunarflug hófst skömmu síðar, 12. október, á vegum Loftleiða. Loftleiðir voru leiðandi í flugvallarmálunum og þeirra menn áttu drjúgan þátt í allri framkvæmd byggingar hans. Vígsla flugvallarins var 13. nóvember 1946.
[[Mynd:Flug.jpg|thumb|300px|thumb|TF-KAK]]Fyrsta flugvélin lenti á flugbrautinni þann 14. ágúst 1946. Flugbrautin var þá 250 m löng. Flugmenn vory Hjalti Tómasson og Halldór Bach og flugu þeir á tveggja sæta flugvélinni Piper Cub J-3 TF-KAK. Tóku þeir í fyrsta sinn póst frá Eyjum loftleiðis. Daglegt áætlunarflug hófst skömmu síðar, 12. október, á vegum Loftleiða. Loftleiðir voru leiðandi í flugvallarmálunum og þeirra menn áttu drjúgan þátt í allri framkvæmd byggingar hans. Vígsla flugvallarins var 13. nóvember 1946.


==Lengd flugvallarins ==
Við vígsluna var aðeins ein flugbraut, austur-vestur brautin og var hún 700 m löng. Hún var lengd upp í 900 m fyrir gos og norður-suður brautin einnig lögð og var hún 700 m. Lítið var um uppfyllingarefni fram að gosi en eftir gos var nóg af efni, þannig að brautirnar voru lengdar og eru nú 1300 m og 1100 m. Slitlag var lagt á báðar brautir árið 1990. Samtals eru brautirnar 100 þúsund fermetrar.  
Við vígsluna var aðeins ein flugbraut, austur-vestur brautin og var hún 700 m löng. Hún var lengd upp í 900 m fyrir gos og norður-suður brautin einnig lögð og var hún 700 m. Lítið var um uppfyllingarefni fram að gosi en eftir gos var nóg af efni, þannig að brautirnar voru lengdar og eru nú 1300 m og 1100 m. Slitlag var lagt á báðar brautir árið 1990. Samtals eru brautirnar 100 þúsund fermetrar.  
== Tækjakostur og aðstaða ==
Flugvöllurinn samanstendur af flugvallarbyggingu, tækjahúsi og flugturni. Flugturninn var tekinn í notkun árið 1979, gamla flugstöðin árið 1980 og endurgerð fyrir nokkrum árum, og svo var tækjahúsið byggt árið 1995.
Fram að byggingu tækjahússins höfðu öll tæki og bílar verið geymdir úti, en með tilkomu hússins varð ekkert mál að koma snjóruðningstækjum af stað, þar sem ekki þarf fyrst að ryðja þau.
Bílar sem eru í eigu flugvallarins eru vörubíll með 5 m tönn og sóp, Oshkosh bifreið árgerð 1952 með 3,5 m tönn, tveir slökkvibílar og Volvo 1947 með blásara.





Útgáfa síðunnar 4. júlí 2006 kl. 11:16

Framan af tuttugustu öldinni voru flugsamgöngur sama og engar. Fyrsta flug til Eyja sem heppnaðist var árið 1928. Lenti flugvélin, sem var vatnaflugvél, í höfninni. Fyrsta flugvélin sem lenti á Heimaey var TF-SUX og var það sumarið 1939. Flugmaður var Agnar Kofoed-Hansen og farþegi var Bergur G. Gíslason. Sú flugvél hékk í lofti gömlu flugstöðvarinnar en hún er í vörslu flugmálastjórnar nú. Þess má geta að flugvélin er enn flughæf þrátt fyrir að vera byggð á árunum 1933-35.

Ekkert gerðist í málunum fyrr en árið 1945, þegar bygging flugvallarins hófst.

Bygging flugvallarins

Jóhann Þ. Jósefsson átti frumkvæðið í flugvallamálum Vestmannaeyinga, enda var hann alþingismaður þeirra. Hann, ásamt reyndum flugmönnum, gerði frumathuganir á skilyrðum á Heimaey til flugvallagerðar. Þeir komust að því að hagstæðast væri að byggja flugvöllinn austan Ofanleitis, þar eð austanátt var ríkjandi vindátt. Verkfræðingar voru sammála staðsetningunni og var tillaga til flugvallargerðar samþykkt á Alþingi 1944-45. Ákveðið var að flugbrautin yrði 800 m löng og 60 m breið.

Varðskipið Ægir kom til Vestmannaeyja 11. nóvember 1945 fullhlaðið af stórvirkum vinnuvélum. Þar voru ýtur, gaddavaltarar, kranar, traktorar, loftpressur og fleira. Það var svo um mitt sumar 1946 að farið er að keyra rauðamöl úr Helgafelli í yfirborð flugvallarins.

TF-KAK

Fyrsta flugvélin lenti á flugbrautinni þann 14. ágúst 1946. Flugbrautin var þá 250 m löng. Flugmenn vory Hjalti Tómasson og Halldór Bach og flugu þeir á tveggja sæta flugvélinni Piper Cub J-3 TF-KAK. Tóku þeir í fyrsta sinn póst frá Eyjum loftleiðis. Daglegt áætlunarflug hófst skömmu síðar, 12. október, á vegum Loftleiða. Loftleiðir voru leiðandi í flugvallarmálunum og þeirra menn áttu drjúgan þátt í allri framkvæmd byggingar hans. Vígsla flugvallarins var 13. nóvember 1946.

Lengd flugvallarins

Við vígsluna var aðeins ein flugbraut, austur-vestur brautin og var hún 700 m löng. Hún var lengd upp í 900 m fyrir gos og norður-suður brautin einnig lögð og var hún 700 m. Lítið var um uppfyllingarefni fram að gosi en eftir gos var nóg af efni, þannig að brautirnar voru lengdar og eru nú 1300 m og 1100 m. Slitlag var lagt á báðar brautir árið 1990. Samtals eru brautirnar 100 þúsund fermetrar.

Tækjakostur og aðstaða

Flugvöllurinn samanstendur af flugvallarbyggingu, tækjahúsi og flugturni. Flugturninn var tekinn í notkun árið 1979, gamla flugstöðin árið 1980 og endurgerð fyrir nokkrum árum, og svo var tækjahúsið byggt árið 1995.

Fram að byggingu tækjahússins höfðu öll tæki og bílar verið geymdir úti, en með tilkomu hússins varð ekkert mál að koma snjóruðningstækjum af stað, þar sem ekki þarf fyrst að ryðja þau.

Bílar sem eru í eigu flugvallarins eru vörubíll með 5 m tönn og sóp, Oshkosh bifreið árgerð 1952 með 3,5 m tönn, tveir slökkvibílar og Volvo 1947 með blásara.



Heimildir

  • Ómar Garðarson. Fjölfarnasti flugvölllur landsins á hvern íbúa. Fréttir. 23. árg. 50. tbl. 12. desember 1996.
  • Sigurjón Einarsson. Upphaf flugs um Vestmannaeyjaflugvöll fyrir 50 árum. Dagskrá. 32. tbl. 25. árg. 30. ágúst 1996.