„Kristín Sigurðardóttir (Merkisteini)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ásta ''Kristín'' Sigurðardóttir''' í Merkisteini, kjólameistari fæddist 15. júlí 1898 í Káragerði í V-Landeyjum og lést 13. apríl 1980.<br> Foreldra...) |
m (Verndaði „Kristín Sigurðardóttir (Merkisteini)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 13. mars 2018 kl. 15:58
Ásta Kristín Sigurðardóttir í Merkisteini, kjólameistari fæddist 15. júlí 1898 í Káragerði í V-Landeyjum og lést 13. apríl 1980.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ísleifsson bóndi, smiður í Merkisteini, f. 19. ágúst 1863 í Bjargarkoti í Fljótshlíð, d. 30. september 1958, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 11. janúar 1866 að Káragerði í V-Landeyjum, d. 5. júní 1954.
- Aftari röð frá v. Ásta Kristín og Ingi.
- Aftari röð frá v. Ásta Kristín og Ingi.
- Fremri röð frá v. Sigríður Sumarrós og Marta.
Börn Guðrúnar og Sigurðar voru:
1. Ásta Kristín Sigurðardóttir kjólameistari, f. 15. júlí 1898, d. 13. apríl 1980.
2. Ingi Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 9. júní 1900, d. 30. janúar 1998.
3. Áslaug Marta Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. maí 1905, d. 1. júlí 1976.
4. Sigríður Sumarrós Sigurðardóttir fóstra, f. 25. apríl 1907, d. 22. apríl 1992.
5. Jóna Ísleif Sigurðardóttir, f. 23. apríl 1909, d. 24. júlí 1911.
Kristín vr með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1903, bjó með þeim alla tíð, í Garðhúsum, í Káragerði og síðan í Merkisteini.
Hún lærði saumaiðn, varð kjólameistari, saumaði og kenndi konum, hafði oft tvær og þrjár stúlkur í námi hjá sér í kvistherbergi í Merkisteini. Hún kenndi hannyrðir við Gagnfræðaskólann 1938-1943.
Kristín lést 1980, ógift og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.