„Ingibjörg Gísladóttir (Drangey)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Ingibjörg Gísladóttir. '''Ingibjörg Gísladóttir''' í Drangey, húsfreyja, verkakona, saumakona fæddist 28. desember 191...) |
m (Verndaði „Ingibjörg Gísladóttir (Drangey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 27. febrúar 2018 kl. 16:29
Ingibjörg Gísladóttir í Drangey, húsfreyja, verkakona, saumakona fæddist 28. desember 1911 á Kalastöðum á Stokkseyri og lést 28. maí 2003 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason bóndi, formaður, vélstjóri, síðar verkamaður í Eyjum, f. 27. nóvember 1866 á Kotferju í Sandvíkurhreppi í Flóa, d. 29. desember 1935, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, síðar í Heiðardal, f. 6. október 1868 á Kalastöðum, d. 30. desember 1945.
Börn Guðrúnar og Gísla:
1. Sigurþór Gíslason, f. 11. nóvember 1896, d. 1. mars 1915.
2. Anna Gíslína Gísladóttir húsfreyja á Hæli, f. 6. júlí 1898, d. 11. september 1984.
3. Sigurður Gíslason sjómaður, f. 23. apríl 1900, d. 4. mars 1966.
4. Víglundur Gíslason, f. 23. ágúst 1902, d. 28. mars 1977.
5. Gísli Gíslason sjómaður, f. 6. október 1904, d. 17. júní 1992.
6. Þóra Gísladóttir í Drangey, f. 18. nóvember 1906, d. 31. ágúst 1982.
7. Hinrik Gíslason formaður, vélstjóri, f. 4. júní 1909, d. 16. mars 1986.
8. Ingibjörg Gísladóttir verkakona, saumakona, f. 28. desember 1911, d. 28. maí 2003.
Fóstursonur þeirra var
9. Sigurþór Margeirsson bifreiðastjóri, bifvélavirkjameistari, forstjóri, f. 27. október 1925, d. 22. ágúst 2002.
Ingibjörg fluttist til Eyja með foreldrum sínum 1928 og var með þeim í Heiðardal 1930 og 1934, en faðir hennar lést 1935.
Fjölskyldan var í Drangey 1940 og við húsvitjun 1945, en Guðrún móðir hennar lést 30. desember á því ári.
Ingibjörg bjó síðan með Gísla bróður sínum og Sigurþóri systursyni sínum í Drangey um langt skeið. Þóra systir hennar var þar einnig af og til.
Ingibjörg, Gísli og Þóra fluttust til Reykjavíkur við Gos 1973, en síðan til Stokkseyrar.
Ingibjörg og Gísli urðu dvalarmenn á Hrafnistu í Reykjavík 1989 og þar lést hann 1992 og Ingibjörg 2003.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 5. júní 2003. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.