„Eiríkur Jónsson (Oddsstöðum)“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: '''Eiríkur Jónsson''' frá Oddsstöðum fæddist 2. nóvember 1855.<br> Foreldrar hans voru Jón Þorgeirsson bóndi á Oddsstö...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 14: | Lína 14: | ||
[[Flokkur: Íbúar á Gjábakka]] | [[Flokkur: Íbúar á Gjábakka]] | ||
[[Flokkur: Íbúar í Kornhól]] | [[Flokkur: Íbúar í Kornhól]] | ||
[[Flokkur: Íbúar á Búastöðum | [[Flokkur: Íbúar á Vestri-Búastöðum]] | ||
[[Flokkur: Íbúar í Juliushaab]] | [[Flokkur: Íbúar í Juliushaab]] | ||
[[Flokkur: Íbúar í Stakkagerði]] | [[Flokkur: Íbúar í Stakkagerði]] |
Útgáfa síðunnar 20. janúar 2018 kl. 13:23
Eiríkur Jónsson frá Oddsstöðum fæddist 2. nóvember 1855.
Foreldrar hans voru Jón Þorgeirsson bóndi á Oddsstöðum, f. 1808, d. 6. júní 1866, og síðari kona hans Margrét Halldórsdóttir húsfreyja, f. 16. janúar 1832, d. 15. febrúar 1919.
Eiríkur var með foreldrum sínum til 1865, en var niðursetningur á Gjábakka í lok ársins, hjá Kristínu Gísladóttur og Lárusi Jónssyni í Kornhól 1867-1869 og hjá þeim á Búastöðum vestri 1870 og 1871. Hann var vinnumaður í Juliushaab 1880, í Stakkagerði 1881-1883.
Eiríkur fluttist að Hólmi í A-Landeyjum 1883 og þaðan til Elínar systur sinnar á Helluvaði á Rangárvöllum 1884 með bústýrunni Jórunni Þorsteinsdóttur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.