„Már Adolfsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Jón Már Adolfsson. '''Jón ''Már'' Adolfsson''' Andersen frá Brautarholti, húsasmíðameistari fæddist þar 19. maí 1942 og lést...)
 
m (Verndaði „Már Adolfsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 4. janúar 2018 kl. 13:12

Jón Már Adolfsson.

Jón Már Adolfsson Andersen frá Brautarholti, húsasmíðameistari fæddist þar 19. maí 1942 og lést 20. október 2014 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Adolf Jensson Andersen bóndi og smiður, f. 5. desember 1913 á Geirseyri í Patreksfirði, d. 20. september 1987, og kona hans Kristjana Geirlaug Einarsdóttir frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja, f. 29. júní 1919, d. 2. febrúar 2002.

Afabræður Más voru:
1. Pétur Andersen formaður, ættfaðir Andersen-ættar í Eyjum, og
2. Svend Ove Andersen.
Föðursystkini Más:
3. Jenný Andersen.
4. Elna Andersen.
5. Torfi Alexander (Andersen) Helgason sjómaður.
Synir Svends Ove afabróður Más:
6. Erling Andersen.
7. Arnar Andersen.

Már fluttist með foreldrum sínum að Ytri-Sólheimum tveggja ára, var með þeim þar til 1950, síðan á Önundarhorni u. Eyjafjöllum. Hann fór ungur að heiman til sveitastarfa og á vertíð, lærði trésmíðar við Iðnskólann í Reykjavík og fékk meistararéttindi.
Már vann við Kaupfélagið Þór á Hellu þar til hann tók yfir rekstur á verkstæðinu þar og rak eftir það. Árið 2000 stofnaði hann ásamt syni sínum Húsblikk.
Þau Guðrún giftu sig 1967, bjuggu eitt ár í Kópavogi, en síðan á Hellu, síðast að Heiðvangi 8 þar, eignuðust þrjú börn, en einn þeirra fæddist andvana.
Már lést 2002. Guðrún býr nú (1017)á Heiðvangi 8 á Hellu.

Kona Más, (25. nóvember 1967), var Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1946.
Börn þeirra:
1. Steinn Másson, f. 3. október 1967. Kona hans er Helga Dagrún Helgadóttir.
2. Andvana drengur, f. 1972.
3. Magnús Ingi Másson, f. 12. apríl 1973.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.