„Már Adolfsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Jón Már Adolfsson. '''Jón ''Már'' Adolfsson''' Andersen frá Brautarholti, húsasmíðameistari fæddist þar 19. maí 1942 og lést...) |
m (Verndaði „Már Adolfsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 4. janúar 2018 kl. 13:12
Jón Már Adolfsson Andersen frá Brautarholti, húsasmíðameistari fæddist þar 19. maí 1942 og lést 20. október 2014 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Adolf Jensson Andersen bóndi og smiður, f. 5. desember 1913 á Geirseyri í Patreksfirði, d. 20. september 1987, og kona hans Kristjana Geirlaug Einarsdóttir frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja, f. 29. júní 1919, d. 2. febrúar 2002.
Afabræður Más voru:
1. Pétur Andersen formaður, ættfaðir Andersen-ættar í Eyjum, og
2. Svend Ove Andersen.
Föðursystkini Más:
3. Jenný Andersen.
4. Elna Andersen.
5. Torfi Alexander (Andersen) Helgason sjómaður.
Synir Svends Ove afabróður Más:
6. Erling Andersen.
7. Arnar Andersen.
Már fluttist með foreldrum sínum að Ytri-Sólheimum tveggja ára, var með þeim þar til 1950, síðan á Önundarhorni u. Eyjafjöllum. Hann fór ungur að heiman til sveitastarfa og á vertíð, lærði trésmíðar við Iðnskólann í Reykjavík og fékk meistararéttindi.
Már vann við Kaupfélagið Þór á Hellu þar til hann tók yfir rekstur á verkstæðinu þar og rak eftir það. Árið 2000 stofnaði hann ásamt syni sínum Húsblikk.
Þau Guðrún giftu sig 1967, bjuggu eitt ár í Kópavogi, en síðan á Hellu, síðast að Heiðvangi 8 þar, eignuðust þrjú börn, en einn þeirra fæddist andvana.
Már lést 2002. Guðrún býr nú (1017)á Heiðvangi 8 á Hellu.
Kona Más, (25. nóvember 1967), var Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1946.
Börn þeirra:
1. Steinn Másson, f. 3. október 1967. Kona hans er Helga Dagrún Helgadóttir.
2. Andvana drengur, f. 1972.
3. Magnús Ingi Másson, f. 12. apríl 1973.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is
- Manntöl.
- Morgunblaðið 1. nóvember 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.