„Hallbera Illugadóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: Mynd:Guðbjörg Björnsdóttir og fleiri..jpg|thumb|300px|''Guðbjörg Björnsdóttir situr og heldur á Indu (Indlaugu). Við hlið hennar er Guðjón Björnsson. <br>Standandi fr...) |
m (Verndaði „Hallbera Illugadóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 5. desember 2017 kl. 18:14
Hallbera Valgerður Illugadóttir húsfreyja í Norður-Gerði fæddist 28. október 1888 í Garðasókn, Gull. og lést 14. nóvember 1934.
Foreldrar hennar voru Illugi Þorvarðsson þurrabúðarmaður á Grjóti í Garðasókn 1890, f. 1852, d. 1910, og kona hans Gróa Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 1849, d. 1904.
Hallbera var með foreldrum sínum á Grjóti 1890 og 1901.
Hún fluttist til Eyja 1907 frá Hafnarfirði, giftist Birni í nóvember á því ári.
Þau bjuggu í Gerði 3 í lok árs 1907 með ungbarni (Guðbjörgu Árnýju), með að auki Indlaugu Gróu Valgerði dóttur sinni 1910. 1913 var Jón mættur og Guðbjörn Árni 1923.
Þau bjuggu áfram í Gerði 3 (Norður-Gerði).
Hallbera lést 1934. Björn kvæntist Brynheiði Ketilsdóttur 1939.
Hann lést 1979.
I. Maður Hallberu, (9. nóvember 1907), var Björn Eiríkur Jónsson bóndi, útgerðarmaður, sjómaður, formaður, f. 16. desember 1885, d. 30. apríl 1979.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Árný Björnsdóttir, f. 31. desember 1907, d. 18. maí 1921.
2. Indlaug Gróa Björnsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1910, d. 9. nóvember 1990.
3. Jón Björnsson sjómaður, síðast í Hafnarfirði, f. 18. janúar 1913, d. 6. desember 1999.
4. Guðbjörn Árni Björnsson matsveinn á Selfossi, síðast á Seltjarnarnesi, f. 7. október 1923, d. 5. maí 1982.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.