„Þórunn Guðmundsdóttir (Hæli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Þórunn Guðmundsdóttir og Þorsteinn Gíslason. '''Þórunn Guðmundsdóttir''' húsfreyja í Selshjál...)
 
m (Verndaði „Þórunn Guðmundsdóttir (Hæli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 11. apríl 2017 kl. 16:45

Þórunn Guðmundsdóttir og Þorsteinn Gíslason.

Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Selshjáleigu og Bryggjum í A-Landeyjum, síðar á Hæli fæddist 2. júní 1864 í Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum og lést 24. mars 1930.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Diðriksson bóndi í Efri-Úlfsstaðahjáleigu (Sléttubóli) í A-Landeyjum, f. 8. nóvember 1839 í Hólmi, drukknaði við Eyjar 25. mars 1893, og fyrri bústýra hans Sigríður Árnadóttir bónda í Rimakoti Pálssonar, f. 30. júní 1838, d. 10. apríl 1910.

Ættbálkur Þórunnar í Eyjum er langur. Sjá Björgu Árnadóttur húsfreyju á Vilborgarstöðum.

Þegar Þórunn fæddist voru foreldrar hennar í vinnumennsku. Hún var 6 ára niðursetningur á Búðarhóli 1870, 16 ára vinnukona þar 1880.
Hún bjó með Hreini og Guðbjörgu Sigríði á fyrsta ári í Selshjáleigu í A-Landeyjum 1890. Þau Hreinn giftu sig 1892 og bjuggu í Selshjáleigu til 1901 og á Bryggjum þar til 1904, er Hreinn lést.
Þórunn bjó þar áfram til 1905, en bjó síðan með Þorsteini Gíslasyni í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum til 1921. Þau giftu sig 1906, eignuðust tvo syni, misstu annan þeirra á fyrsta ári.
Þau fluttust að Hæli í Eyjum og bjuggu hjá Hannesi syni Þórunnar með Jóhann Kristinn hjá sér.
Þórunn lést 1930. Þorsteinn fluttist til Reykjavíkur á síðari hluta 4. áratugarins og lést þar 1954.

Þórunn var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (28. maí 1892), var Hreinn Skúlason bóndi og formaður við Landeyjasand, f. 18. febrúar 1861 í Hólmum í Landeyjum, d. 26. júní 1904.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Sigríður Hreinsdóttir húsfreyja á Litla-Hrauni, f. 6. maí 1890, d. 24. desember 1951.
2. Hannes Hreinsson sjómaður, fiskimatsmaður á Hæli, f. 2. október 1892, d. 28. maí 1983.

II. Síðari maður Þórunnar, (31. desember 1906), var Þorsteinn Gíslason bóndi og formaður við Sandinn, síðar afgreiðslumaður hjá Ísfélaginu, f. 31. janúar 1965 á Miðhúsum í Hvolhreppi, d. 25. september 1954.
Börn þeirra:
3. Jóhann Kristinn Þorsteinsson málari, efnafræðingur, f. 23. ágúst 1906, d. 20. apríl 1988.
4. Elías Ársæll Þorsteinsson, f. 24. desember 1909, d. 11. ágúst 1910.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.