„Stefanía Hannesdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:KG-mannamyndir 13533.jpg|thumb|''Stefanía og Björg.]]
[[Mynd:KG-mannamyndir 13533.jpg|thumb|250px|''Stefanía og Björg.]]


'''Stefanía Guðrún Hannesdóttir''' ljósmóðir fæddist 16. febrúar 1871 að Austari-Krókum í Fnjóskadal í Suður Þingeyjarsýslu og lézt í Reykjavík 25. júlí 1953.<br>
'''Stefanía Guðrún Hannesdóttir''' ljósmóðir fæddist 16. febrúar 1871 að Austari-Krókum í Fnjóskadal í Suður Þingeyjarsýslu og lézt í Reykjavík 25. júlí 1953.<br>

Útgáfa síðunnar 10. mars 2017 kl. 15:36

Stefanía og Björg.

Stefanía Guðrún Hannesdóttir ljósmóðir fæddist 16. febrúar 1871 að Austari-Krókum í Fnjóskadal í Suður Þingeyjarsýslu og lézt í Reykjavík 25. júlí 1953.
Foreldrar hennar voru Hannes bóndi í Austari-Krókum, f. 31. ágúst 1840, d. 2. júlí 1911. Móðir Stefaníu var Hólmfríður, f. 29. ágúst 1830, d. 7. febrúar 1915, Árnadóttir bónda í Austari-Krókum, Einarssonar.

Stefanía Guðrún lauk ljósmæðraprófi 2. júní 1904; fór til Danmerkur 1905 og stundaði framhaldsnám við ljósmæðraskóla í Kaupmannahöfn 1906-1907, lauk prófi þaðan 27. ágúst 1907.
Hún var ljósmóðir í Öngulsstaðahreppsumdæmi í Eyjafirði 1904-1905; í Húsavíkurumdæmi 1908-1924.
Hún flutti til Eyja 1924. Þar var hún starfandi ljósmóðir 1924 fram um 1948. Þau Hjörleifur fluttust í Kópavog 1948.

Maki (6. ágúst 1921): Hjörleifur Sigurjónsson, f. 25. október 1872, d. 5. júní 1954.

Barn (kjörbarn): Björg Sigurveig Hjörleifsdóttir, f. 24. júní 1920, d. 15. ágúst 1989, búsett að Brekku við Vatnsenda í Kópavogi. Maki: Hilmar Árnason bakari, innheimtumaður, f. 29. desember 1913, d. 6. maí 1991.

Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.