Hjörleifur Sigurjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hjörleifur Sigurjónsson og Stefanía Hannesdóttir með Björgu dóttur sinni.

Hjörleifur Sigurjónsson útgerðarmaður, gangavörður fæddist 25. október 1872 og lézt 5. júní 1954.
Foreldrar hans voru Sigurjón bóndi í Strandhöfn í Vopnafirði og Tjörn og Völlum í Svarfaðardal, en síðast búsettur á Húsavík, f. 24. september 1840 í Haga í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, d. 16. maí 1926 á Húsavík, Jónsson bónda í Haga, Árnasonar og konu Jóns, Helgu Jónsdóttur bónda á Hólmavaði, Magnússonar.
Kona Sigurjóns og móðir Hjörleifs var Þórdís húsmóðir, f. 19. nóv. 1846 á Ytri-Galtarstöðum í Hróarstungu í S-Múlasýslu, d. 25. desember 1909 á Húsavík, Hjörleifs prests á Völlum í Svarfaðardal, Guttormssonar og konu hans Guðlaugar Björnsdóttur prests í Kirkjubæ í Hróarstungu, Vigfússonar.

Hjörleifur var með foreldrum sínum á Völlum í Svarfaðardal 1880, Stóru-Tungu í Bárðardal 1882-1883, var léttadrengur í Garði í Kelduhverfi 1886-1887, var með foreldrum sínum í Klömbrum í Aðaldal 1888, fór þá að Lóni í Kelduhverfi, var þar vinnumaður 1890. Hann var með foreldrum sínum á Núpum í Aðaldal 1895-1896, var hjú í Læknishúsi 1897, lausamaður á Núpum 1898, hjú á Grenjaðarstað 1899.
Hjörleifur var bóndi á Héðinshöfða á Tjörnesi 1900, stundaði sjómennsku og útgerð á Húsavík.
Hann fluttist til Eyja 1924, stundaði útgerð. Var hann um skeið í félagi með Helga Benediktssyni.
Á efri árum gerðist hann húsvörður við Barnaskólann, en flutti til dóttur sinnar að Brekku við Vatnsenda í Kópavogi 1948.
Hjörleifur lést 1954.

Maki (6. ágúst 1921): Stefanía Hannesdóttir ljósmóðir, f. 16. febrúar 1871 að Austari-Krókum í Fnjóskadal í Suður Þingeyjarsýslu, d. 25. júlí 1953 í Reykjavík.
Þau bjuggu í Engidal.
Barn (kjörbarn): Björg Sigurveig Hjörleifsdóttir, f. 24. júní 1920, d. 15. ágúst 1989, búsett að Brekku við Vatnsenda í Kópavogi. Maki: Hilmar Árnason bakari, innheimtumaður, f. 29. desember 1913, d. 6. maí 1991.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ljósmæður á Íslandi. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984.
  • Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948-1976.
  • Pers.
  • Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmannaeyja. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1946.
  • Þingeyingaskrá. Konráð Vilhjálmsson. Ljósprentað hdr. Þjóðskjalasafn.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.