„Jóhannes Pétur Sigmarsson (Skálanesi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Jóhannes Pétur Sigmarsson. '''Jóhannes Pétur Sigmarsson''' vélstjóri og múrarameistari fæddist 9. september 1929 í [[Sk...) |
m (Verndaði „Jóhannes Pétur Sigmarsson (Skálanesi)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. desember 2016 kl. 20:27
Jóhannes Pétur Sigmarsson vélstjóri og múrarameistari fæddist 9. september 1929 í Skálanesi og lést 18. desember 2008.
Foreldrar hans voru Sigmar Bergvin Benediktsson skipstjóri, vélstjóri og íshússstjóri á Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd, síðar í Eyjum, Keflavík og víðar, f. 25. október 1903 á Breiðabóli í Eyjafirði og kona hans Ingibjörg Ágústsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1903 í Vegg, d. 10. janúar 1991.
Börn Ingibjargar og Sigmars í Eyjum voru:
1. Ásta Sigmarsdóttir, f. 3. nóvember 1925 á Svalbarðseyri.
2. Jóhannes Pétur Sigmarsson, f. 9. september 1929 í Skálanesi, d. 18. desember 2008.
Jóhannes tók minna vélstjórapróf 1950 í Eyjum.
Hann lauk sveinsprófi í múraraiðn 20. desember 1960, fékk meistararéttindi 31. maí 1965.
Jóhannes vann við vélstjórn og múrverk í Eyjum og síðan í Ytri-Njarðvík.
Þau Jóhanna eignuðust þrjú börn í Eyjum.
Kona hans, (29. ágúst 1953): Jóhanna Þorsteinsdóttir frá Eystri-Vesturhúsum, f. 25. mars 1930 í Efri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, d. 21. nóvember 2000.
Börn þeirra:
1. Helga Jóhannesdóttir Carrougher, f. 14. desember 1950 á Vesturhúsum.
2. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir atvinnurekandi í Mosfellsbæ, f. 6. desember 1953 á Kirkjubæjarbraut 4.
3. Sigmar Jóhannesson rafeindavirki á Akranesi, f. 5. júlí 1956 á Kirkjubæjarbraut 4.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Múraratal- og steinsmiða. Múrarafélag Reykjavíkur 1967.
- Prestþjónustubækur.
- Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.