„Valtýr Brandsson Mýrdal“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 14: | Lína 14: | ||
Börn þeirra hér:<br> | Börn þeirra hér:<br> | ||
1. Guðjón Valtýsson, f. 16. júlí 1900, d. 15. janúar 1910.<br> | 1. Guðjón Valtýsson, f. 16. júlí 1900, d. 15. janúar 1910.<br> | ||
2. | 2. Stúlka, f. 23. ágúst 1901, d. 4. nóvember 1901.<br> | ||
3. [[Guðjón Jakob Valtýsson Mýrdal]] rakari í Reykjavík, f. 22. október 1910, d. 27. ágúst 1986. <br> | 3. [[Guðjón Jakob Valtýsson Mýrdal]] rakari í Reykjavík, f. 22. október 1910, d. 27. ágúst 1986. <br> | ||
4. [[Júlíana Valtýsdóttir (Borgarhóli)|Júlíana Valtýsdóttir]] húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júlí 1916, (prþj.bók), í Byggðarholti, d. 3. nóvember 2008.<br> | 4. [[Júlíana Valtýsdóttir (Borgarhóli)|Júlíana Valtýsdóttir]] húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júlí 1916, (prþj.bók), í Byggðarholti, d. 3. nóvember 2008.<br> |
Núverandi breyting frá og með 29. október 2016 kl. 14:16
Valtýr Brandsson Mýrdal skósmiður, hljóðfæraviðgerðarmaður fæddist 26. ágúst 1874 í Reynishjáleigu í Mýrdal og lést 21. nóvember 1942.
Foreldrar hans voru Brandur Einarsson bóndi í Reynishjáleigu, f. 11. febrúar 1824 þar, d. 13. október 1883 þar, og síðari kona hans Vilborg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1835 í Sandaseli í Meðallandi, d. 3. febrúar 1919 í Reynishjáleigu.
Bróðir Valtýs var Vilhjálmur Brandsson gullsmiður, f. 21. apríl 1878, d. 27. september 1953.
Valtýr var með foreldrum sínum, en faðir hans lést er Valtýr var níu ára. Hann var tökubarn í Reynisholti 1885-1887, vinnumaður í Reynisdal 1887-1889, var með móður sinni í Reynishjáleigu 1889-1894.
Valtýr var kvæntur húsbóndi í Reykjavík 1901 með Árnínu, barninu Guðjóni eins árs og óskírðri stúlku. Þau voru á Akureyri 1905, á Sunnuhvoli á Húsavík 1910 með nýfæddan dreng, en áðurskráð börn voru þar ekki. Þar var Valtýr skósmiður.
Þau fluttust til Eyja 1912 með barnið Guðjón Jakob, bjuggu í Byggðarholti 1916 og á Borgarhól 1917. Í Eyjum vann Valtýr skósmiðastörf og við úraviðgerðir.
Þau eignuðust tvær stúlkur í Eyjum.
Fjölskyldan fluttist til Hafnarfjarðar 1922 og þaðan til Reykjavíkur 1923. Þar vann Valtýr við skósmíðar og viðgerðir á hljóðfærum.
Hann lést 1942.
Kona Valtýs var Árnína Guðjónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 3. maí 1879 á Nes-Ekru í Norðfirði, d. 24. apríl 1963.
Börn þeirra hér:
1. Guðjón Valtýsson, f. 16. júlí 1900, d. 15. janúar 1910.
2. Stúlka, f. 23. ágúst 1901, d. 4. nóvember 1901.
3. Guðjón Jakob Valtýsson Mýrdal rakari í Reykjavík, f. 22. október 1910, d. 27. ágúst 1986.
4. Júlíana Valtýsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júlí 1916, (prþj.bók), í Byggðarholti, d. 3. nóvember 2008.
5. Sigrún Valtýsdóttir Mýrdal, f. 1. ágúst 1917 í Borgarhól, d. 4. maí 1939.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon
. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.