„Jóhanna Andrea Oddgeirsdóttir (Ofanleiti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jóhanna Andrea Oddgeirsdóttir''' húsfreyja frá Ofanleiti fæddist 26. maí 1877 að Felli í Mýrdal og lést 17. nóvember 1906.<br> Foreldrar hennar voru sr. [[Oddgeir ...) |
m (Verndaði „Jóhanna Andrea Oddgeirsdóttir (Ofanleiti)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 24. september 2016 kl. 17:55
Jóhanna Andrea Oddgeirsdóttir húsfreyja frá Ofanleiti fæddist 26. maí 1877 að Felli í Mýrdal og lést 17. nóvember 1906.
Foreldrar hennar voru sr. Oddgeir Þórðarson Guðmundsen prestur, síðast að Ofanleiti, f. 11. ágúst 1849, d. 2. janúar 1924, og kona hans Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1848, d. 2. desember 1919.
Jóhanna Andrea var með foreldrum sínum á Felli í Mýrdal til ársins 1882, fluttist þá með þeim að Miklaholti í Hnappadalssýslu, var með þeim í Kálfholti í Holtum 1886-1889 og fluttist með þeim að Ofanleiti 1890.
Hún var miðkona Magnúsar sýslumanns. Þau eignuðust 4 börn, en eitt fæddist andvana og annað lést 4 ára.
Jóhanna Andrea lést 1906.
Maður hennar, (7. október 1901), var Magnús Jónsson, þá sýslumaður í Eyjum, f. 27. desember 1865, d. 27. desember 1947.
Börn þeirra:
1. Guðrún Magnúsdóttir Tuliníus húsfreyja í Reykjavík, f. 16. september 1902 í Godthaab, d. 26. mars 1998.
2. Oddgeir Magnússon, f. 11. október 1903 í Godthaab, d. 21. október 1907.
3. Andvana stúlka, f. 21. desember 1904 á Hofi.
4. Jón Magnússon stýrimaður, skipstjóri í Hafnarfirði, f. 28. mars 1906, d. 13. febrúar 1983.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
- Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.