„Þórður Einarsson (Uppsölum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þórður Kristinn Einarsson''' sjómaður frá Stokkseyri fæddist 31. mars 1906 og drukknaði 1. mars 1928.<br> Foreldrar hans voru Einar Gíslason bóndi og bátsformaður á S...)
 
m (Verndaði „Þórður Einarsson (Uppsölum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. maí 2016 kl. 13:58

Þórður Kristinn Einarsson sjómaður frá Stokkseyri fæddist 31. mars 1906 og drukknaði 1. mars 1928.
Foreldrar hans voru Einar Gíslason bóndi og bátsformaður á Stokkseyri, f. 24. maí 1868, (11. mars 1867 annarsstaðar), drukknaði 17. apríl 1922, og kona hans Kristín María Þórðardóttir frá Brattholti, húsfreyja, f. 27. apríl 1863, d. 12. mars 1935.

Þórður Kristinn var með foreldrum sínum í æsku. Hann var sjómaður á Uppsölum-neðri 1927. Þau Svanhvít eignuðust Þórðu Kristínu í september 1927, en Þórður drukknaði 1. mars árið eftir. Svanhvít var þá ófrísk af Lofti Sigurði og fæddi hann í október 1928.
Þórður féll út af v.b. Þór 1. mars 1928 og drukknaði.

Kona Þórðar var Svanhvít Loftsdóttir frá Uppsölum f. 1. september 1909, d. 18. febrúar 1988.
Börn þeirra voru
1. Kristín Þórðardóttir, f. 17. september 1927.
2. Loftur Sigurður Þórðarson, f. 28. október 1928, d. 20. febrúar 1983.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.