„Dagbjört Hannesdóttir (Holti)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Dagbjört Hannesdóttir (Holti)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 13: | Lína 13: | ||
Dagbjört var með foreldrum sínum á Grímsstöðum til 1884, í Klauf 1884-1885. Þá fór hún vestur í Rangárvallasýslu og frá Helgusöndum u. Eyjafjöllum 1887 að [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]] með móður sinni Þuríði Sigurðardóttur.<br> | Dagbjört var með foreldrum sínum á Grímsstöðum til 1884, í Klauf 1884-1885. Þá fór hún vestur í Rangárvallasýslu og frá Helgusöndum u. Eyjafjöllum 1887 að [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]] með móður sinni Þuríði Sigurðardóttur.<br> | ||
Hún var með foreldrum sínum hjá Þuríði systur sinni og Oddi á Vesturhúsum 1893, vinnukona á [[Búastaðir|Búastöðum]] 1895. Hún fór til Austfjarða 1898, fór frá Fossi í Vopnafirði til Eiríksstaða á Jökuldal 1900, var þar vinnukona 1901, fór til Siglufjarðar og þaðan til Eyja 1905, fór aftur, kom frá Breiðdal 1908.<br> | Hún var með foreldrum sínum hjá Þuríði systur sinni og Oddi á Vesturhúsum 1893, vinnukona á [[Búastaðir|Búastöðum]] 1895. Hún fór til Austfjarða 1898, fór frá Fossi í Vopnafirði til Eiríksstaða á Jökuldal 1900, var þar vinnukona 1901, fór til Siglufjarðar og þaðan til Eyja 1905, fór aftur, kom frá Breiðdal 1908.<br> | ||
Hún var leigjandi í [[Holt]]i með móður sinni 1910, var vinnukona á [[Nýlenda|Nýlendu]] 1913-1916 með | Hún var leigjandi í [[Holt]]i með móður sinni 1910, var vinnukona á [[Nýlenda|Nýlendu]] 1913-1916 með Þuríði móður sína hjá sér og þar dó Þuríður 1916. Dagbjört var leigjandi í Holti síðla árs 1916.<br> | ||
Hún fluttist til Reykjavíkur 1918 og til Ameríku 1919, var í Toole í Montana 1920. <br> | |||
Dagbjört var komin til Reykjavíkur 1930, var þar húsfreyja 1939 og enn 1956. | Dagbjört var komin til Reykjavíkur 1930, var þar húsfreyja 1939 og enn 1956. | ||
Núverandi breyting frá og með 2. maí 2016 kl. 10:16
Dagbjört Hannesdóttir húsfreyja fæddist 25. september 1880 á Grímsstöðum í Meðallandi og lést 2. febrúar 1960 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Hannes Hannesson bóndi víða í Meðallandi, f. 12. júlí 1834, d. 6. október 1898, og kona hans Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. febrúar 1840, d. 2. mars 1916 í Eyjum.
Börn Þuríðar og Hannesar í Eyjum voru:
1. Þuríður Hannesdóttir húsfreyja á Oddsstöðum og Vesturhúsum, f. 10. júní 1867, d. 4. apríl 1953.
2. Hannes Hannesson vinnumaður, síðar skósmiður á Siglufirði, f. 24. október 1868, d. 28. janúar 1906.
3. Dagbjört Hannesdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 25. september 1880, d. 2. febrúar 1960.
4. Dómhildur Hannesdóttir, f. 14. september 1865, d. 16. desember 1959. Hún var vinnukona í Eyjum skamma stund um aldamótin 1900.
5. Guðrún Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Mjóafirði og Reykjavík, f. 3. október 1877, d. 18. september 1963.
6. Rannveig Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Vesturheimi, f. 7. janúar 1879.
7. Kristín Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Eyjum í Breiðdal, f. 25. september 1880, d. 23. febrúar 1943.
Dagbjört var með foreldrum sínum á Grímsstöðum til 1884, í Klauf 1884-1885. Þá fór hún vestur í Rangárvallasýslu og frá Helgusöndum u. Eyjafjöllum 1887 að Oddsstöðum með móður sinni Þuríði Sigurðardóttur.
Hún var með foreldrum sínum hjá Þuríði systur sinni og Oddi á Vesturhúsum 1893, vinnukona á Búastöðum 1895. Hún fór til Austfjarða 1898, fór frá Fossi í Vopnafirði til Eiríksstaða á Jökuldal 1900, var þar vinnukona 1901, fór til Siglufjarðar og þaðan til Eyja 1905, fór aftur, kom frá Breiðdal 1908.
Hún var leigjandi í Holti með móður sinni 1910, var vinnukona á Nýlendu 1913-1916 með Þuríði móður sína hjá sér og þar dó Þuríður 1916. Dagbjört var leigjandi í Holti síðla árs 1916.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1918 og til Ameríku 1919, var í Toole í Montana 1920.
Dagbjört var komin til Reykjavíkur 1930, var þar húsfreyja 1939 og enn 1956.
Maður Dagbjartar var Júlíus Á. Jónsson innheimtumaður í Reykjavík, f. 3. október 1888 á Valdalæk á Vatnsnesi, d. 21. mars 1973.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.