„Amalie Elenora Larsdóttir“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Amalie Eleonora Larsdóttir“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
m (Viglundur færði Amalie Eleonora Larsdóttir á Amalie Elenora Larsdóttir) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 14. janúar 2016 kl. 18:23
Amalie Elenora Larsdóttir Tranberg fæddist 25. júlí 1852 í ,,Tómthúsi“.
Foreldrar hennar voru Lars Tranberg formaður, hafnsögumaður, f. um 1805 í Gudhjem á Borgundarhólmi, d. 30. ágúst 1860 í Eyjum, og síðari kona hans Gunnhildur Oddsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1824, á lífi 1882.
Amalie Elenora var með foreldrum sínum meðan beggja naut við. Hún var með móður sinni í London 1861-1865, með húskonunni móður sinni á Hólnum 1866, með henni búandi ekkju ásamt Jes Nicolai Thomsen faktor í Godthaab 1867, með henni, ekkju, sjálfrar sín í Pétursborg 1868, með húskonunni móður sinni og Brynjólfi bróður sínum í Stakkagerði 1869 og 1870, í Hólshúsi með þeim 1871. Móðir hennar var með Brynjólf 4 ára í Hólshúsi 1872 og þar var Jakob bróðir hennar niðursetningur hjá Arndísi Jónsdóttur 1872, en Amalie fór til Kaupmannahafnar á því ári.
Hún giftist í París dönskum söðlasmíðameistara, Emil Hansen. Þau fóru til Chicago.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.