„Guðmundur Guðmundsson (mormóni)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 17: Lína 17:
Hann kom til Eyja 1851.<br>
Hann kom til Eyja 1851.<br>
Guðmundur  var mormónatrúboði og forseti safnaðarins í Eyjum, starfaði þar í 3 ár, m.a. með Þórarni Hafliðasyni og Lofti Jónssyni í Þorlaugargerði, en hélt aftur til Danmerkur frá Þorlaugargerði 1854 og stundaði trúboð í hálft annað ár. Var hann fangelsaður þar og þoldi ýmsar kárínur vegna trúar sinnar og starfa, var m.a. þvingaður í herinn. Guðmundur var heilsuveill og þoldi illa  herskylduna, var um skeið á sjúkrahúsi, en komst að lokum  til Utah 1857. <br>
Guðmundur  var mormónatrúboði og forseti safnaðarins í Eyjum, starfaði þar í 3 ár, m.a. með Þórarni Hafliðasyni og Lofti Jónssyni í Þorlaugargerði, en hélt aftur til Danmerkur frá Þorlaugargerði 1854 og stundaði trúboð í hálft annað ár. Var hann fangelsaður þar og þoldi ýmsar kárínur vegna trúar sinnar og starfa, var m.a. þvingaður í herinn. Guðmundur var heilsuveill og þoldi illa  herskylduna, var um skeið á sjúkrahúsi, en komst að lokum  til Utah 1857. <br>
Hann ferðaðist vestur í hópi mormónskra innflytjenda. Í för voru Maía Garff og maður hennar Niels. Hann lést á leiðinni og Guðmundur kvæntist Maríu og tók að sér börn hennar.  <br>
Hann ferðaðist vestur í hópi mormónskra innflytjenda. Í för voru Maía Garff og maður hennar Niels. Hann lést á leiðinni og Guðmundur kvæntist Maríu og tók að sér 4 börn hennar.  <br>
Fjölskyldan hélt vestur til Sacramento í Kaliforníu og dvaldi þar í nokkur ár, en fluttist svo til Lehi í Utah þar sem Guðmundur vann sem gull- og úrsmiður.<br>
Fjölskyldan hélt vestur til Sacramento í Kaliforníu og dvaldi þar í nokkur ár, en fluttist svo til Lehi í Utah þar sem Guðmundur vann sem gull- og úrsmiður.<br>
Kona hans var María Guðmundsson af dönskum ættum. Þau eignuðust 3 börn.<br>
Kona hans var María Guðmundsson af dönskum ættum. Þau eignuðust 3 börn.<br>
Guðmundur lést 1883.<br>
Guðmundur lést 1883.<br>
Börn þeirra hétu:<br>
1. Abraham.<br>
2. Isaac.<br>
3. Jacob.<br>
Ítarlegt efni um Guðmund, trúboðið í Eyjum og samstarf  hans og [[Þórarinn Hafliðason|Þórarins Hafliðasonar]] eftir [[Sigfús M. Johnsen]] er í [[Blik 1960|Bliki 1960]].<br>
Ítarlegt efni um Guðmund, trúboðið í Eyjum og samstarf  hans og [[Þórarinn Hafliðason|Þórarins Hafliðasonar]] eftir [[Sigfús M. Johnsen]] er í [[Blik 1960|Bliki 1960]].<br>
{{Heimildir|
{{Heimildir|
Lína 28: Lína 32:
*Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
*Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
*Manntöl.
*Manntöl.
*Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
*Prestþjónustubækur.
*Prestþjónustubækur.
*Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
*Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.

Útgáfa síðunnar 11. janúar 2016 kl. 15:07

Guðmundur Guðmundsson gullsmiður.

Guðmundur Guðmundsson gullsmiður og trúboði frá Ártúnum á Rangárvöllum, síðar í Þorlaugargerði, fæddist 10. mars 1825 og lést 20. september 1883.
Faðir Guðmundar var Guðmundur bóndi í Ártúnum, síðar á Búlandi í A-Landeyjum, f. 1779 í Ólafshúsum u. Eyjafjöllum, d. 23. febrúar 1848 í Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum, Benediktsson bónda í Ólafshúsum, f. 1740, Árnasonar bónda í Álfhólum í V-Landeyjum, f. 1712, á lífi 1801, Jónssonar, og konu Árna, Þorgerðar húsfreyju, f. 1711, á lífi 1801, Guðmundsdóttur.
Móðir Guðmundar í Ártúnum og kona Benedikts í Ólafshúsum var Sigríður húsfreyja, skírð 16. júlí 1751, d. 22. apríl 1819, Guðmundsdóttir bónda á Steinkrossi á Rangárvöllum, f. 1712, Hallvarðssonar, og konu Guðmundar, Katrínar húsfreyju, f. 1721, d. 17. júlí 1799, Helgadóttur.

Móðir Guðmundar gullsmiðs og kona Guðmundar í Ártúnum var Guðrún húsfreyja, f. 18. júní 1879, d. 14. janúar 1842, Vigfúsdóttir bónda í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) í A-Landeyjum, síðar í Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1749, d. 27. febrúar 1813, Magnússonar bónda á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 1702, á lífi 1763, Ólafssonar, og konu Magnúsar, Kristínar húsfreyju, f. 1712, d. 18. desember 1809, Jónsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Ártúnum og kona Vigfúsar í Búðarhóls-Austurhjáleigu var Guðlaug húsfreyja, f. 1754, d. 5. júní 1820, Jónsdóttir bónda á Vindási á Landi, f. 1727, d. 12. febrúar 1787, Bjarnasonar, og konu hans, Ástríðar húsfreyju, f. 1729, d. 28. nóvember 1785, Jónsdóttur.

Systkini Guðmundar í Eyjum voru:
1. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðar í Draumbæ, f. 26. desember 1813, drukknaði 29. september 1855.
2. Árni Guðmundsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 18. desember 1817, d. 20. júlí 1889, kvæntur Þóru Stígsdóttur.
3. Benedikt Guðmundsson vinnumaður í Háagarði, f. 19. apríl 1821, drukknaði 26. mars 1842. Hann var faðir Péturs í Þorlaugargerði ættföður eldri Oddsstaðasystkina.
4. Þorgerður Guðmundsdóttir vinnukona í Brekkuhúsi, f. 15. febrúar 1824, d. 1. júní 1866, ógift.
4. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Vanangri, f. 19. september 1828, d. 9. september 1860, gift Magnúsi Eyjólfssyni silfursmið.

Guðmundur lærði gullsmíðar í Danmörku og vann um skeið við iðn sína þar, dvaldi þar þá í 6 ár. Hann tók þar mormónatrú, var skírður 15. febrúar 1851 og tók prestvígslu.
Hann kom til Eyja 1851.
Guðmundur var mormónatrúboði og forseti safnaðarins í Eyjum, starfaði þar í 3 ár, m.a. með Þórarni Hafliðasyni og Lofti Jónssyni í Þorlaugargerði, en hélt aftur til Danmerkur frá Þorlaugargerði 1854 og stundaði trúboð í hálft annað ár. Var hann fangelsaður þar og þoldi ýmsar kárínur vegna trúar sinnar og starfa, var m.a. þvingaður í herinn. Guðmundur var heilsuveill og þoldi illa herskylduna, var um skeið á sjúkrahúsi, en komst að lokum til Utah 1857.
Hann ferðaðist vestur í hópi mormónskra innflytjenda. Í för voru Maía Garff og maður hennar Niels. Hann lést á leiðinni og Guðmundur kvæntist Maríu og tók að sér 4 börn hennar.
Fjölskyldan hélt vestur til Sacramento í Kaliforníu og dvaldi þar í nokkur ár, en fluttist svo til Lehi í Utah þar sem Guðmundur vann sem gull- og úrsmiður.
Kona hans var María Guðmundsson af dönskum ættum. Þau eignuðust 3 börn.
Guðmundur lést 1883.
Börn þeirra hétu:
1. Abraham.
2. Isaac.
3. Jacob.
Ítarlegt efni um Guðmund, trúboðið í Eyjum og samstarf hans og Þórarins Hafliðasonar eftir Sigfús M. Johnsen er í Bliki 1960.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1960, Þórarinn Hafliðason.
  • halfdan.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.