„Stefán Ingvar Sveinsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Stefán Ingvar Sveinsson''' vélgæslumaður fæddist 20. janúar 1865 í Steinasókn u. Eyjafjöllum og lést 12. júní 1944 á Seyðisfirði.<br> Foreldrar hans voru Sveinn Svei...)
 
m (Verndaði „Stefán Ingvar Sveinsson“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 14. desember 2015 kl. 22:26

Stefán Ingvar Sveinsson vélgæslumaður fæddist 20. janúar 1865 í Steinasókn u. Eyjafjöllum og lést 12. júní 1944 á Seyðisfirði.
Foreldrar hans voru Sveinn Sveinsson bóndi á Raufarfelli ytra, f. 27. júlí 1828, d. 25. október 1905 og kona hans Ingveldur Stefánsdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1828.

Anna Jónsdóttir amma Stefáns Ingvars var móðir
1. Gísla Stefánssonar í Jónshúsi,
alsystir
2. Guðbjargar Jónsdóttur vinnukonu í Dölum og
3. Sveins bónda á Raufarfelli, föður Sigurðar Sveinssonar í Nýborg og
hálfsystir
4. Guðríðar Jónsdóttur húsfreyju í Dölum og Norðurgarði.

Stefán Ingvar var 5 ára barn á Leirum 1870 án foreldra, en þar var einnig Herdís Magnúsdóttir vinnukona.
Hann fluttist að Nýborg 1878 í fylgd Herdísar og þar var hann léttadrengur 1880. Hann var í frændsemi við Sigurð húsbóndann. Anna amma hans var föðursystir hans.
Stefán Ingvar fluttist til Seyðisfjarðar 1886, var úrsmiður þar í Magnúsarhúsi á Vestdalseyri 1890, úrsmiður og leigjandi í Sigurðarhúsi á Seyðisfirði 1901, húsmaður þar 1910, var ókvæntur húsbóndi og gæslumaður rafmagnsvéla og úrsmiður í Bjarmalandi þar 1920. Húsfreyja var Guðrún Sveinína Jónsdóttir Long, f. 21. maí 1879.
Stefán Ingvar var vélgæslumaður og einbúi í Fjarðarseli 4 (Rafstöðinni) á Seyðisfirði 1930. Hann lést 1944 á Seyðisfirði, meðhjálpari.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.