„Guðmundur Helgason (Steinum)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Guðmundur Helgason (Steinum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Guðmundur Helgason''' frá [[Steinar|Steinum]], útgerðarmaður, síðar veggfóðrari, fæddist 3. febrúar 1898 og lést 13. maí 1983.<br> | '''Guðmundur Helgason''' frá [[Steinar|Steinum]], útgerðarmaður, síðar veggfóðrari, fæddist 3. febrúar 1898 og lést 13. maí 1983.<br> | ||
Foreldrar hans voru [[Helgi Jónsson (Steinum)|Helgi Jónsson]] trésmiður og útgerðarmaður í [[Steinar|Steinum]], f. 1. júní 1858, d. 5. nóvember | Foreldrar hans voru [[Helgi Jónsson (Steinum)|Helgi Jónsson]] trésmiður og útgerðarmaður í [[Steinar|Steinum]], f. 1. júní 1858, d. 5. nóvember 1932, og kona hans [[Þórunn Guðmundsdóttir (Steinum)|Þórunn Guðmundsdóttir]] frá [[London]], húsfreyja, f. 19. september 1867, d. 26. febrúar 1924.<br> | ||
Börn Þórunnar og Helga voru:<br> | Börn Þórunnar og Helga voru:<br> |
Útgáfa síðunnar 18. nóvember 2015 kl. 19:40
Guðmundur Helgason frá Steinum, útgerðarmaður, síðar veggfóðrari, fæddist 3. febrúar 1898 og lést 13. maí 1983.
Foreldrar hans voru Helgi Jónsson trésmiður og útgerðarmaður í Steinum, f. 1. júní 1858, d. 5. nóvember 1932, og kona hans Þórunn Guðmundsdóttir frá London, húsfreyja, f. 19. september 1867, d. 26. febrúar 1924.
Börn Þórunnar og Helga voru:
1. Þorsteinn Helgason, f. 9. apríl 1891, d. 3. janúar 1918.
2. Jónína Guðrún Helgadóttir ráðskona í Steinum 1930, f. 27. júní 1894, d. 17. maí 1983.
3. Guðmundur Helgason útgerðarmaður, veggfóðrari, f. 3. febrúar 1898, d. 13. maí 1983. Kona hans, skildu, var Ingveldur Þórarinsdóttir.
4. Una Magnúsína Helgadóttir húsfreyja í Miðgarði, f. 17. júní 1901, d. 28. ágúst 1990. Maður hennar var Ólafur Ísleifsson.
5. Jónína Sigrún Helgadóttir, f. 19. apríl 1908, d. 17. apríl 1980.
Guðmundur ólst upp með fjölskyldu sinni. Hann var virkur í íþróttum á yngri árum, einn af stofnendum Íþróttafélagsins Þórs 1913, knattspyrnumaður, var m.a. í liði Vestmannaeyinga, sem lögðu land undir fót 1925. Þá var hann einn af fyrstu stangastökkvurum í Eyjum, sem náðu árangri.
Einnig var hann í lúðrasveit 1918 og lék á túpu.
Hann var vinnumaður í Steinum 1920, verkamaður á Sólvöllum, (Kirkjuvegi 27) við giftingu þeirra Ingveldar 1924 og útgerðarmaður í Rafnsholti, (Kirkjuvegi 64) 1930.
Guðmundur gerðist veggfóðrari og vann við þá iðn síðan.
Hann bjó í Stóra-Hvammi 1940, var 1979 í Stórholti 29 í Reykjavík og þar bjó þá einnig Sigrún systir hans. Að síðustu bjó hann á Álftanesi.
Guðmundur lést 1983.
Kona Guðmundar, (8. nóvember 1924, skildu 1934), var Ingveldur Þórarinsdóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja, skrifstofukona.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Íbúaskrá Reykjavíkur.
- Íslendingabók.is.
- Íþróttafélagið Þór Vestmannaeyjum í 100 ár. Sigurgeir Jónsson tók saman. Íþróttafélagið Þór, Vestmannaeyjum 2013.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.