„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1975/Höggmynd Sigurjóns af Binna í Gröf“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><big>Höggmynd Sigurjóns af Binna í Gröf</big></big> Sigurjón Ólafsson myndhöggvari hefur nýlega lokið við höfuðmynd af Binna í Gröf, en Skipstjóra- og stýrimanna...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big>Höggmynd Sigurjóns af Binna í Gröf</big></big> | <big><big>Höggmynd Sigurjóns af Binna í Gröf</big></big> | ||
Sigurjón Ólafsson myndhöggvari hefur nýlega lokið við höfuðmynd af Binna í Gröf | [[Sigurjón Ólafsson]] myndhöggvari hefur nýlega lokið við höfuðmynd af [[Binni í Gröf|Binna í Gröf]] en Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi bað listamanninn að vinna verkið. Hafði [[Guðjón Pálsson]] formaður Verðanda samband við Sigurjón, sem féllst strax á að taka verkið að sér, því honum fannst maðurinn spennandi. Fékk Sigurjón talsvert af myndum af Binna til að vinna eftir, en hann hafði aldrei séð hann persónulega. | ||
Við röbbuðum stuttlega við Sigurjón um vinnu hans við höggmyndina af Binna. „Það var einkennilegt í sambandi við þetta verk," sagði Sigurjón, „að mér fannst ég vera svo fljótur að hitta persónuleika Binna, þegar ég fór að vinna verkið, án þess þó að hafa hitt hann sjálfan. Stundum getur maður verið lengi að finna tilfinningu gagnvart verkefni, en í þessu tilfelli kom það strax. | Við röbbuðum stuttlega við Sigurjón um vinnu hans við höggmyndina af Binna. „Það var einkennilegt í sambandi við þetta verk," sagði Sigurjón, „að mér fannst ég vera svo fljótur að hitta persónuleika Binna, þegar ég fór að vinna verkið, án þess þó að hafa hitt hann sjálfan. Stundum getur maður verið lengi að finna tilfinningu gagnvart verkefni, en í þessu tilfelli kom það strax. | ||
Ég gerði höfuðið talsvert stórt vegna þess að ég hafði ímyndað mér Binna í Gröf hávaxinn mann og stóran, en þegar ég sá hann fyrsta skipti, á Landspítalanum skömmu áður en hann andaðist, komst ég að raun um að hann var lágur vexti, ekki mikið stærri en ég. Það sannaðist þar eins og oft áður að margur er knár þótt hann sé smár," bætti Sigurjón við og teygði brosandi úr sér. „Annars," hélt Sigurjón áfram, „hefur Binni verið einstakur persónuleiki og næmi hans fyrir fiskinum hefur verið furðulegt. Hann fann punkta við hafsbotninn og hraunkantana þar sem fiskurinn hélt sig nákvæmlega og ekki annarsstaðar og þar veiddi hann. Þegar ég vann höggmyndina hafði ég til hliðsjónar margar tækifærismyndir, en það hjálpaði mér líka að þegar ég heimsótti hann á spítalann, gaf ég honum tóbak í vörina og þá lifnaði hann allur við og það kom blik í andlitið, sem ég held að hafi verið nokkuð dæmigert fyrir hann. Nú er búið að steypa myndina í bronz, en gifsmyndina hef ég hjá mér þegar bronzmyndin er farin út í Eyjar." | Ég gerði höfuðið talsvert stórt vegna þess að ég hafði ímyndað mér Binna í Gröf hávaxinn mann og stóran, en þegar ég sá hann fyrsta skipti, á Landspítalanum skömmu áður en hann andaðist, komst ég að raun um að hann var lágur vexti, ekki mikið stærri en ég. Það sannaðist þar eins og oft áður að margur er knár þótt hann sé smár," bætti Sigurjón við og teygði brosandi úr sér. „Annars," hélt Sigurjón áfram, „hefur Binni verið einstakur persónuleiki og næmi hans fyrir fiskinum hefur verið furðulegt. Hann fann punkta við hafsbotninn og hraunkantana þar sem fiskurinn hélt sig nákvæmlega og ekki annarsstaðar og þar veiddi hann. Þegar ég vann höggmyndina hafði ég til hliðsjónar margar tækifærismyndir, en það hjálpaði mér líka að þegar ég heimsótti hann á spítalann, gaf ég honum tóbak í vörina og þá lifnaði hann allur við og það kom blik í andlitið, sem ég held að hafi verið nokkuð dæmigert fyrir hann. Nú er búið að steypa myndina í bronz, en gifsmyndina hef ég hjá mér þegar bronzmyndin er farin út í Eyjar." |
Útgáfa síðunnar 26. ágúst 2015 kl. 10:36
Höggmynd Sigurjóns af Binna í Gröf
Sigurjón Ólafsson myndhöggvari hefur nýlega lokið við höfuðmynd af Binna í Gröf en Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi bað listamanninn að vinna verkið. Hafði Guðjón Pálsson formaður Verðanda samband við Sigurjón, sem féllst strax á að taka verkið að sér, því honum fannst maðurinn spennandi. Fékk Sigurjón talsvert af myndum af Binna til að vinna eftir, en hann hafði aldrei séð hann persónulega.
Við röbbuðum stuttlega við Sigurjón um vinnu hans við höggmyndina af Binna. „Það var einkennilegt í sambandi við þetta verk," sagði Sigurjón, „að mér fannst ég vera svo fljótur að hitta persónuleika Binna, þegar ég fór að vinna verkið, án þess þó að hafa hitt hann sjálfan. Stundum getur maður verið lengi að finna tilfinningu gagnvart verkefni, en í þessu tilfelli kom það strax.
Ég gerði höfuðið talsvert stórt vegna þess að ég hafði ímyndað mér Binna í Gröf hávaxinn mann og stóran, en þegar ég sá hann fyrsta skipti, á Landspítalanum skömmu áður en hann andaðist, komst ég að raun um að hann var lágur vexti, ekki mikið stærri en ég. Það sannaðist þar eins og oft áður að margur er knár þótt hann sé smár," bætti Sigurjón við og teygði brosandi úr sér. „Annars," hélt Sigurjón áfram, „hefur Binni verið einstakur persónuleiki og næmi hans fyrir fiskinum hefur verið furðulegt. Hann fann punkta við hafsbotninn og hraunkantana þar sem fiskurinn hélt sig nákvæmlega og ekki annarsstaðar og þar veiddi hann. Þegar ég vann höggmyndina hafði ég til hliðsjónar margar tækifærismyndir, en það hjálpaði mér líka að þegar ég heimsótti hann á spítalann, gaf ég honum tóbak í vörina og þá lifnaði hann allur við og það kom blik í andlitið, sem ég held að hafi verið nokkuð dæmigert fyrir hann. Nú er búið að steypa myndina í bronz, en gifsmyndina hef ég hjá mér þegar bronzmyndin er farin út í Eyjar."