„Steinvör Ormsdóttir (Presthúsum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 18: | Lína 18: | ||
*Íslendingabók.is. | *Íslendingabók.is. | ||
*Manntöl. | *Manntöl. | ||
*Prestþjónustubækur.}} | *Prestþjónustubækur.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: Húsfreyjur]] | [[Flokkur: Húsfreyjur]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]] |
Útgáfa síðunnar 24. ágúst 2015 kl. 17:40
Steinvör Ormsdóttir húsfreyja í Presthúsum fæddist 1762 á Vilborgarstöðum og lést 1. desember 1853.
Faðir hennar var líklega Ormur Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum 1762, f. um 1724.
Systir hennar var Guðrún Ormsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ.
I. Barnsfaðir Steinvarar var Tómas Einarsson frá Selkoti.
Barn þeirra var:
1. Andvana drengur fæddur 28. september 1787.
II. Steinvör var, (12. júlí 1789), 3. kona Nikuláss Gunnsteinssonar bónda í Presthúsum, f. 1744, d. 19. desember 1826.
Börn þeirra hér:
2. Andvana fæddur drengur 23. apríl 1790.
3. Margrét Nikulásdóttir, f. 18. október 1791, d. 24. október 1791 „af sóttveiki“.
4. Margrét Nikulásdóttir, f. 12. maí 1793, d. 17. maí 1793, 5 daga gömul úr ginklofa.
5. Ormur Nikulásson, f. 13. júní 1794, d. 25. júní 1794 úr ginklofa, tveggja vikna gamall.
6. Andvana stúlka, f. 20. október 1797.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.