„Magnús Guðbrandsson (Gjábakka)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Magnús Guðbrandsson (Gjábakka)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 16: | Lína 16: | ||
*Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003. | *Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003. | ||
*Manntöl. | *Manntöl. | ||
*Prestþjónustubækur.}} | *Prestþjónustubækur.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: Vinnumenn]] | [[Flokkur: Vinnumenn]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] |
Útgáfa síðunnar 18. ágúst 2015 kl. 15:27
Magnús Guðbrandsson vinnumaður á Gjábakka fæddist 8. júní 1820 og drukknaði 30. janúar 1847.
Foreldrar hans voru Guðbrandur Halldórsson bóndi á Sámsstöðum og Vatnagörðum á Landi, f. í Vatnsdal í Fljótshlíð, skírður 25. maí 1777, d. 17. júní 1839 í Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, og kona hans Halldóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. á Brekkum í Hvolhreppi, skírð 5. nóvember 1775, d. 12. maí 1849 á Brekkum í Hvolhreppi.
Magnús var bróðir Ingveldar Guðbrandsdóttur húsfreyju í Brandshúsi, f. 23. júlí 1808, d. 29. júlí 1863.
Magnús var tökudrengur á Velli í Hvolhreppi 1835, vinnumaður á Brúnum u. V-Eyjafjöllum 1840.
Hann var kominn til Eyja 1845 og var þá vinnumaður hjá Abel sýslumanni í Nöjsomhed, vinnumaður á Gjábakka 1846.
Magnús drukknaði 1847.
Barnsmóðir Magnúsar var Jórunn Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Norðurgarði, f. 4. desember 1828, d. 14. febrúar 1879.
Barn þeirra var
1. Magnús Magnússon, f. 23 júlí 1847, d. 28. júlí 1847 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.