Magnús Guðbrandsson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Guðbrandsson vinnumaður á Gjábakka fæddist 8. júní 1820 og drukknaði 30. janúar 1847.
Foreldrar hans voru Guðbrandur Halldórsson bóndi á Sámsstöðum og Vatnagörðum á Landi, f. í Vatnsdal í Fljótshlíð, skírður 25. maí 1777, d. 17. júní 1839 í Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, og kona hans Halldóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. á Brekkum í Hvolhreppi, skírð 5. nóvember 1775, d. 12. maí 1849 á Brekkum í Hvolhreppi.

Magnús var bróðir Ingveldar Guðbrandsdóttur húsfreyju í Brandshúsi, f. 23. júlí 1808, d. 29. júlí 1863.

Magnús var tökudrengur á Velli í Hvolhreppi 1835, vinnumaður á Brúnum u. V-Eyjafjöllum 1840.
Hann var kominn til Eyja 1845 og var þá vinnumaður hjá Abel sýslumanni í Nöjsomhed, vinnumaður á Gjábakka 1846.
Magnús drukknaði 1847.

Barnsmóðir Magnúsar var Jórunn Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Norðurgarði, f. 4. desember 1828, d. 14. febrúar 1879.
Barn þeirra var
1. Magnús Magnússon, f. 23 júlí 1847, d. 28. júlí 1847 úr ginklofa.

Barnsmóðir Magnúsar var Helga Björnsdóttir, f. 25. apríl 1822, d. 23. nóvember 1905.
Barn þeirra:
2. Helga Magnúsdóttir, f. 1842, d. 1. apríl 1849.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.