„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Alþýðukveðskapur í Vestmannaeyjum II.“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
Það mun vera leit á því héraði á Íslandi, þar sem ekki eru hagyrðingar, sem kasta fram lausavísum við allskonar tækifæri, eða senda náunganum tóninn í ljóðum. Misjafnlega mikið kveður að þessu, og eins er hitt, að sjaldgæfir eru þeir menn, er skara fram úr að hagmælsku og hnyttni í hugsun og orðfæri. Í Vestmannaeyjum hefir einnig nokkuð kveðið að þessu, og hafa þar verið menn, sem ágætlega hafa verið hagmæltir og hafa látið fjúka í kveðlingum, en flest af þeim kveðskap er nú gleymt og grafið, því enginn hefir þar verið til þess að halda því til haga.<br>
Það mun vera leit á því héraði á Íslandi, þar sem ekki eru hagyrðingar, sem kasta fram lausavísum við allskonar tækifæri, eða senda náunganum tóninn í ljóðum. Misjafnlega mikið kveður að þessu, og eins er hitt, að sjaldgæfir eru þeir menn, er skara fram úr að hagmælsku og hnyttni í hugsun og orðfæri. Í Vestmannaeyjum hefir einnig nokkuð kveðið að þessu, og hafa þar verið menn, sem ágætlega hafa verið hagmæltir og hafa látið fjúka í kveðlingum, en flest af þeim kveðskap er nú gleymt og grafið, því enginn hefir þar verið til þess að halda því til haga.<br>
Höfuðskáld Vestmannaeyinga um langt skeið var séra [[Páll Jónsson]] á Kirkjubæ, sem að jafnaði var kallaður Páll skáldi manna í milli. Í þessu kveri er nokkuð frá honum sagt í þætti eftir Runólf Jónsson bónda í Vík í Mýrdal. <br>
Höfuðskáld Vestmannaeyinga um langt skeið var séra [[Páll Jónsson]] á Kirkjubæ, sem að jafnaði var kallaður Páll skáldi manna í milli. Í þessu kveri er nokkuð frá honum sagt í þætti eftir Runólf Jónsson bónda í Vík í Mýrdal. <br>
Af börnum Páls ílentust í Vestmannaeyjum [[Eva Hólmfríður Pálsdóttir|Eva Hólmfríður]], (d. 28. maí 1866, 53 ára gömul) og [[Guðrún Pálsdóttir yngri|Guðrún yngri]]. Eva var gift [[Jón Samúelsson|Jóni Samúelssyni]] frá Miðjanesi á Reykjanesi vestra og bjuggu þau í [[Steinhús]]i ([[Evu-hjallur|Evu-hjalli]]). Var Jón forsöngvari í Landakirkju, eins og kemur fram í vísu Páls, sem sagt er að hann hafi sent séra [[Jón Austmann|Jóni Austmann]]:<br>
Af börnum Páls ílentust í Vestmannaeyjum [[Eva Hólmfríður Pálsdóttir|Eva Hólmfríður]], (d. 28. maí 1866, 53 ára gömul) og [[Gunna skálda (Gunna Pála)|Guðrún yngri]]. Eva var gift [[Jón Samúelsson|Jóni Samúelssyni]] frá Miðjanesi á Reykjanesi vestra og bjuggu þau í [[Steinhús]]i ([[Evu-hjallur|Evu-hjalli]]). Var Jón forsöngvari í Landakirkju, eins og kemur fram í vísu Páls, sem sagt er að hann hafi sent séra [[Jón Austmann|Jóni Austmann]]:<br>
::::Kvásir biður og Eva yður<br>
::::Kvásir biður og Eva yður<br>
::::aflausn sér að tjá,<br>
::::aflausn sér að tjá,<br>
Lína 13: Lína 13:
Þau Jón og Eva áttu einn son, sem [[Magnús Jónsson og Evu|Magnús]] hét, og dó hann um tvítugt um sama leyti og foreldrar hans. Varð svo skammt milli þeirra, að þau voru öll jörðuð í einu. Þær systur voru báðar hagmæltar, en ekkert er nú kunnugt af vísum Evu. <br>
Þau Jón og Eva áttu einn son, sem [[Magnús Jónsson og Evu|Magnús]] hét, og dó hann um tvítugt um sama leyti og foreldrar hans. Varð svo skammt milli þeirra, að þau voru öll jörðuð í einu. Þær systur voru báðar hagmæltar, en ekkert er nú kunnugt af vísum Evu. <br>
Guðrún yngri var fædd árið 1818, en andaðist árið 1890. Ung giftist hún [[Ólafur Guðmundsson á Kirkjubæ|Ólafi Guðmundssyni]] bónda og smið á Kirkjubæ, en skildi við hann samvistir árið 1854. Ólafur var þjóðhagasmiður og gáfaður vel. Um hann segir sóknarprestur í sálnaregistri 1852, að hann sé ekki allur, þar sem hann sé séður. Eftir skilnaðinn var Guðrún víða um Suðurland og mun um tíma hafa átt heima á Býjaskerjum. Um 1876 kom hún aftur til Vestmannaeyja, og var þá á sveitarframfæri, enda var hún þá orðin blind. Að mestu mun hún þó hafa lifað á gjöfum góðra manna, því styrkur til hennar frá sveitinni nam aðeins 72 krónum árlega, og hefir það hrokkið skammt, því hún var alldrykkfelld. Síðan dvaldi hún í Vestmannaeyjum til dauðadags og bjó í [[Kuðungur|Kuðung]], tómthúsi efst í [[Skipasandur|Skipasandi]], en á sumrum mun hún jafnan hafa leitað til lands, og farið víða um sveitir. Henni er svo lýst að ytra útliti, að hún hafi verið há og grannvaxin, vel á sig komin, þunnleit í andliti og föl yfirlitum, með svart hár. Hún var talin vel skynsöm, en ekki aldæla í skapi. Óvinum sínum var hún þung í skauti og ekki heiglum hent að eiga orðastað við hana. Hún var vel hagmælt og mjög hraðkvæð og vandaði ekki kveðjurnar, ef svo bar undir. Var hún talin ákvæðaskáld, eins og faðir hennar, og stóð mörgum stuggur af henni. Fátt er nú í minnum af kveðskap Guðrúnar, en það, sem hægt hefir verið að hafa upp á, fer hér á eftir.<br>
Guðrún yngri var fædd árið 1818, en andaðist árið 1890. Ung giftist hún [[Ólafur Guðmundsson á Kirkjubæ|Ólafi Guðmundssyni]] bónda og smið á Kirkjubæ, en skildi við hann samvistir árið 1854. Ólafur var þjóðhagasmiður og gáfaður vel. Um hann segir sóknarprestur í sálnaregistri 1852, að hann sé ekki allur, þar sem hann sé séður. Eftir skilnaðinn var Guðrún víða um Suðurland og mun um tíma hafa átt heima á Býjaskerjum. Um 1876 kom hún aftur til Vestmannaeyja, og var þá á sveitarframfæri, enda var hún þá orðin blind. Að mestu mun hún þó hafa lifað á gjöfum góðra manna, því styrkur til hennar frá sveitinni nam aðeins 72 krónum árlega, og hefir það hrokkið skammt, því hún var alldrykkfelld. Síðan dvaldi hún í Vestmannaeyjum til dauðadags og bjó í [[Kuðungur|Kuðung]], tómthúsi efst í [[Skipasandur|Skipasandi]], en á sumrum mun hún jafnan hafa leitað til lands, og farið víða um sveitir. Henni er svo lýst að ytra útliti, að hún hafi verið há og grannvaxin, vel á sig komin, þunnleit í andliti og föl yfirlitum, með svart hár. Hún var talin vel skynsöm, en ekki aldæla í skapi. Óvinum sínum var hún þung í skauti og ekki heiglum hent að eiga orðastað við hana. Hún var vel hagmælt og mjög hraðkvæð og vandaði ekki kveðjurnar, ef svo bar undir. Var hún talin ákvæðaskáld, eins og faðir hennar, og stóð mörgum stuggur af henni. Fátt er nú í minnum af kveðskap Guðrúnar, en það, sem hægt hefir verið að hafa upp á, fer hér á eftir.<br>
Búðarstöður tíðkuðust mikið í Vestmannaeyjum áður fyrri. Einhverju sinni var margt manna saman komið inni í [[Austurbúðin|Austurbúð]] (Garðinum), og var Guðmundur í Mandal einn þeirra. Varð honum reikað út fyrir, og sér þá hvar Guðrún kemur. Kallar hann þá inn í búðina: „Gunna Pála (en svo var hún jafnan nefnd) er að koma!“ Guðrún heyrði til hans og segir um leið og hún gekk inn í búðina:<br>
Búðarstöður tíðkuðust mikið í Vestmannaeyjum áður fyrri. Einhverju sinni var margt manna saman komið inni í [[Austurbúðin|Austurbúð]] (Garðinum), og var [[Guðmundur í Mandal]] einn þeirra. Varð honum reikað út fyrir, og sér þá hvar Guðrún kemur. Kallar hann þá inn í búðina: „Gunna Pála (en svo var hún jafnan nefnd) er að koma!“ Guðrún heyrði til hans og segir um leið og hún gekk inn í búðina:<br>


::::Þessu máli má þá Pála gegna, <br>
::::Þessu máli má þá Pála gegna, <br>
Lína 38: Lína 38:
::::gálu Freyr.<br>
::::gálu Freyr.<br>


Lárus fékk [[Guðlaugur Jón Jónsson|Jón]] bónda í [[Gerði-stóra|Gerði]] til að kalla til þessarar Helliseyjarfarar, en annars var það vani hreppstjóranna að kalla sjálfir í allar fuglaferðir. Í tilefni af því orti Guðrún:
Lárus fékk [[Jón Jónsson í Gerði|Jón]] bónda í [[Gerði-stóra|Gerði]] til að kalla til þessarar Helliseyjarfarar, en annars var það vani hreppstjóranna að kalla sjálfir í allar fuglaferðir. Í tilefni af því orti Guðrún:


::::Ef þú verður erki flón<br>
::::Ef þú verður erki flón<br>
Lína 128: Lína 128:
::::ketilinn fæ ég aldrei hollan.<br>
::::ketilinn fæ ég aldrei hollan.<br>


Á síðustu æfiárum sínum lét Guðrún [[Högni Sigurðsson (Vatnsdal)|Högna Sigurðsson]] í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], sem þá var unglingur, skrifa upp nokkur kvæði sín og vísur, og á hann enn þetta litla kver. Fyrst er þar sálmur, 8 erindi alls. Þar eru þessi erindi:
Á síðustu æviárum sínum lét Guðrún [[Högni Sigurðsson (Vatnsdal)|Högna Sigurðsson]] í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], sem þá var unglingur, skrifa upp nokkur kvæði sín og vísur, og á hann enn þetta litla kver. Fyrst er þar sálmur, 8 erindi alls. Þar eru þessi erindi:


::::Einmana stend ég uppi sem kveikur,<br>
::::Einmana stend ég uppi sem kveikur,<br>
Lína 276: Lína 276:
::::Græna móa gekk ég á, <br>
::::Græna móa gekk ég á, <br>
::::gleðin bjó þar staka, <br>
::::gleðin bjó þar staka, <br>
::::ungan spóa ég þar sá <br>
::::ungan spóa eg þar sá <br>
::::yfir lóu vaka.
::::yfir lóu vaka.


Lína 504: Lína 504:
:::: sumir austur í Holu.<br>
:::: sumir austur í Holu.<br>


Heimaey er hömrum girt og með hrikalegum tind-um, og við hana mun Ólafur eiga í fyrsta vísuorði. Þessar vísur munu vera frá yngri árum Ólafs:
Heimaey er hömrum girt og með hrikalegum tindum, og við hana mun Ólafur eiga í fyrsta vísuorði. Þessar vísur munu vera frá yngri árum Ólafs:


:::: Þó ég drekki, því ég ekki neita, <br>
:::: Þó ég drekki, því ég ekki neita, <br>