„Jón Eyjólfsson undirkaupmaður“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Jón Eyjólfsson undirkaupmaður“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:
Hann lést, þegar börn hans voru á æskuskeiði, og kostaði Klog að einhverju leyti uppeldi  þeirra.  
Hann lést, þegar börn hans voru á æskuskeiði, og kostaði Klog að einhverju leyti uppeldi  þeirra.  


I. Kona hans, (um 1771-2), var [[Hólmfríður Benediktsdóttir (Gjábakka)|Hólmfríður Benediktsdóttir]] húsfreyja frá [[Ofanleiti]], síðar bóndi á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, f. 1746, d. 24. júlí 1784.<br>
I. Kona hans, (um 1771-2), var [[Hólmfríður Benediktsdóttir]] húsfreyja frá [[Ofanleiti]], síðar bóndi á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, f. 1746, d. 24. júlí 1784.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Þuríður Jónsdóttir (Gjábakka)|Þuríður Jónsdóttir]] húsfreyja á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, f. 4. janúar 1772, d. 11. maí 1833. Maður hennar var Páll Guðmundsson bóndi, verslunarfulltrúi í Bakkahjáleigu. <br>
1. [[Þuríður Jónsdóttir (Gjábakka)|Þuríður Jónsdóttir]] húsfreyja á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, f. 4. janúar 1772, d. 11. maí 1833. Maður hennar var Páll Guðmundsson bóndi, verslunarfulltrúi í Bakkahjáleigu. <br>

Útgáfa síðunnar 22. maí 2015 kl. 13:47

Jón Eyjólfsson „undirkaupmaður“ við Garðsverslun fæddist (1745) og lést 1781.
Faðir hans var Eyjólfur Jónsson bóndi á Kirkjubæ, en meðal fólks var hann talinn sonur Hans Klog kaupmanns.

Jón var titlaður undirkaupmaður, einhverskonar verslunarstjóri, hjá Hans Jensen Klog kaupmanni (yfirkaupmanni) í Danskagarði og bjó á Gjábakka. Hann var talinn auðugur og kallaður Jón ríki. Fyrir því mun þó hafa verið lítill fótur. Við andlát hans reyndist lítill auður í garði.
Hann lést, þegar börn hans voru á æskuskeiði, og kostaði Klog að einhverju leyti uppeldi þeirra.

I. Kona hans, (um 1771-2), var Hólmfríður Benediktsdóttir húsfreyja frá Ofanleiti, síðar bóndi á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, f. 1746, d. 24. júlí 1784.
Börn þeirra:
1. Þuríður Jónsdóttir húsfreyja á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, f. 4. janúar 1772, d. 11. maí 1833. Maður hennar var Páll Guðmundsson bóndi, verslunarfulltrúi í Bakkahjáleigu.
2. Anna María Jónsdóttir húsfreyja í Fljótsdal í Fljótshlíð, f. 1776, d. 11. september 1836. Maður hennar var Erlingur Guðmundsson bóndi.
3. Páll Jónsson („skáldi”), prestur að Kirkjubæ, f. 9. júlí 1780 á Gjábakka, drukknaði í Eystri-Rangá 12. eða 15. september 1846. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir ljósmóðir.
4. Jón Jónsson, f. 1781. Hann fluttist utan.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gamalt og nýtt. Útgefandi: Einar Sigurðsson. Vestmannaeyjum 1949-1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skrudda II ─ Páll skáldi – Kveðskapur, sagnir og munnmæli. Ragnar Ásgeirsson Búnaðarfélag Íslands 1958.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.