„Sigurbjörg Sigurðardóttir (Klöpp)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 33: Lína 33:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Íslendingabók.is.}}
*Íslendingabók.is.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Útgáfa síðunnar 13. ágúst 2015 kl. 19:28

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðrar sem hafa borið nafnið „Sigurbjörg Sigurðardóttir


Brúðhjónin Kristján Ingimundarson og Sigurbjörg Sigurðardóttir.
Kristján og Sigurbjörg.

Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Klöpp fæddist 3. maí 1861 og lést 10. mars 1931.
Faðir hennar var Sigurður bóndi á Rauðafelli u. Eyjafjöllum 1860, f. 12. júlí 1822, d. 28. maí 1866, Sigurðsson bónda á Rauðafelli 1850, f. 1798, d. 27. maí 1866, Sigurðssonar bónda á Rauðafelli 1801, f. 1743, Einarssonar, og konu Sigurðar Einarssonar, Halldóru húsfreyju á Rauðafelli 1801, f. 1758, Jónsdóttur.
Móðir Sigurðar (f. 1824) á Rauðafelli og kona Sigurðar á Rauðafelli (f. 1798) var Sesselja húsfreyja á Rauðafelli 1835, f. 1780, d. 23. apríl 1855, Ásgeirsdóttir bónda á Kirkjulæk í Fljótshlíð, f. 1732, d. 18. september 1805, Jónssonar, og konu Ásgeirs á Kirkjulæk, Margrétar húsfreyju, f. 1737, Sigurðardóttur.

Móðir Sigurbjargar og kona Sigurðar (f. 1824) á Rauðafelli var Þorbjörg húsfreyja, f. 25. júlí 1829, Sveinsdóttir bónda í Neðri-Dal undir Eyjafjöllum 1835, f. 11. apríl 1801, d. 25. júní 1879, Jónssonar „mjóa“ prests í Neðri-Dal, f. 9. ágúst 1772, d. 8. júní 1843, Jónssonar, og fyrri konu sr. Jóns, Ingveldar húsfreyju, f. í september 1772, d. 2. júlí 1823, Sveinsdóttur.
Móðir Þorbjargar á Rauðafelli og kona Sveins í Neðri-Dal var Þórunn húsfreyja, f. um 1797, Ólafsdóttir bónda á Raufarfelli 1801, f. um 1866, Eiríkssonar, og konu Ólafs á Raufarfelli, Þorbjargar húsfreyju, f. 1766 í Eyjum, d. 23. desember 1857, Jónsdóttur.

Sigurbjörg var 9 ára í Steinum 1870, ógift bústýra Kristjáns Ingimundarsonar á Gjábakka 1890 með barnið Sigurjón 4 ára, fertug húsfreyja í Klöpp 1901 með börnin Sigurjón og Guðfinnu Sigríði, auk Kristjáns húsbónda. Svo er einnig 1910.

Maður Sigurbjargar, (1892), var Kristján Ingimundarson í Klöpp, f. 26. júní 1867, d. 14. október 1952.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Kristjánsson verslunarmaður (mt. 1910), f. 6. ágúst 1886, d. 2. febrúar 1925.
2. Guðfinna Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1899, d. 15. maí 1953, gift Georg Gíslasyni kaupmanni, f. 4. ágúst 1895, d. 27. febrúar 1955.

Myndir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.