„Jón Árnason (Draumbæ)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jón Árnason''' vinnumaður í Draumbæ fæddist 14. desember 1847 í Rimakoti í A-Landeyjum og drukknaði 16. júní 1883.<br> Foreldrar hans voru Árni Pálsson b...) |
m (Verndaði „Jón Árnason (Draumbæ)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 18. apríl 2015 kl. 15:04
Jón Árnason vinnumaður í Draumbæ fæddist 14. desember 1847 í Rimakoti í A-Landeyjum og drukknaði 16. júní 1883.
Foreldrar hans voru Árni Pálsson bóndi, f. 5. ágúst 1803, d. 12. janúar 1854, og síðari kona hans Vilborg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1804, d. 26. desember 1858.
Jón var með foreldrum sínum fyrstu ár sín.
Faðir hans lést, er hann var á 7. ári og móðir hans lést, er hann var á 12. ári.
Hann var 13 ára í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum 1860, „lifir af eignum sínum“, var vinnumaður á Búðarhóli þar 1870.
Jón fluttist frá Búðarhóli að Draumbæ 1877 og var vinnumaður þar til dd. 1883.
Hann drukknaði með Bjarna Ólafssyni og fleiri vestur af Stórhöfða 1883.
Þeir fórust í fiskveiðiferð í blíðuveðri nálægt Stórhöfða 16. júní 1883. Fannst báturinn á réttum kili samdægurs, en marandi í kafi, vestur af Höfðanum og í honum lík Ólafs sonar Bjarna. Talið var að hvalur hefði grandað mönnunum.
Þeir, sem fórust, voru:
1. Bjarni Ólafsson bóndi í Svaðkoti.
2. Ólafur sonur hans.
3. Tíli Oddsson bóndi í Norðurgarði.
4. Guðmundur Erlendsson, 15 ára léttadrengur hjá honum.
5. Jón Árnason vinnumaður í Draumbæ.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.