„Kristín Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 24: Lína 24:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]]

Útgáfa síðunnar 13. ágúst 2015 kl. 17:14

Kristín Jónsdóttir frá Vilborgarstöðum, húsfreyja í Ystabæli u. Eyjafjöllum, fæddist 20. nóvember 1843 og lést 20. janúar 1895.
Foreldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir, síðar húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 4. júlí 1824, d. 24. mars 1868, og Jón Jónsson sjómaður, síðar sjávarbóndi í Ólafshúsum, f. 19. ágúst 1816, drukknaði 22. september 1865.

Kristín var á Kirkjubæ hjá ömmu sinni og með móður sinni 1845, var 8 ára tökubarn hjá ömmu sinni Ingibjörgu Erasmusdóttur á Kirkjubæ 1850, en þar var móðir hennar Margrét, og Pétur Halldórsson var þar fyrirvinna. Þá var hún hjá móður sinni á Vilborgarstöðum 1855, en 18 ára vinnukona í Ömpuhjalli 1860 og 1862, er hún fæddi andvana stúlkubarn.
Húsfreyja var hún í Ystabæli u. Eyjafjöllum 1870, 1880 og 1890.
Kristín lést 1895.

I. Barnsfaðir hennar var Oddur Jónsson, þá vinnumaður í Ömpuhjalli.
Barn þeirra var
1. Andvana fætt stúlkubarn 19. desember 1862.

II. Maður Kristínar var Guðmundur Guðmundsson bóndi í Ystabæli, f. 19. apríl 1830, d. 23. júlí 1902.
Börn þeirra hér:
2. Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. 25. október 1866.
3. Ágústa Guðmundsdóttir, f. 13. maí 1870 í Svaðbæli, d. 26. júlí 1871.
4. Ágúst (Augustus á skrá) Guðmundsson, f. 25. janúar 1872 í Ystabæli.
5. Ágústína Guðmundsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, f. 21. júlí 1885, d. 11. október 1943. Maður hennar var Helgi Dagbjartsson sjómaður og landbúnaðarverkamaður, f. 1. ágúst 1877, d. 6. mars 1941.
Dóttir Guðmundar með Þorbjörgu Árnadóttur vinnukonu, fósturdóttir Kristínar var
6. Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Hamri í Flóa, f. 18. september 1861, d. 9. október 1908. Móðir hennar var Þorbjörg Árnadóttir vinnukona, f. 1830, d. 1921.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Arnes – síðasti útilegumaðurinn. Kristinn Helgason. Fjölvaútgáfa 1997.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.